Vísir: 27. 11. 1962: Myndin sýnd á kvöldvöku Ferðafélags Íslands
Frumsýnd litkvikmynd frá Öskjugosinu tekin af Ósvald Knudsen með tali Sigurðar Þórarinssonar og hljómlist Magnúsar Blöndal Jóhannssonar ...
Morgunblaðið: 27. 11. 1962: Um myndina, fyrsta sinn sem myndun helluhrauns er skrásett á landinu
Fyrstu gosdagana í fyrra rann frá Öskju apalhraun, á sama hátt og í Heklugosinu, en aftur á móti rann helluhraun, eftir að gosið tók sig upp aftur.
Ósvald Knudsen var staddur inni við Öskju. þegar gosið tók sig upp á ný, og náði þá þessari mynd, sem nú verður frumsýnd.
Sýnir hún ljóslega hvernig helluhraunið myndast úr mjög heitu og þunnt fljótandi hraunleðju.
Mjög hefur verið til myndarinnar vandað, og talar Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, inn á hana skýringar en Magnús Blöndal Jóhannsson hefur samið við myndina elektróníska tónlist, sem fellur einkar vel að myndinni.
Auk þessa er þetta mjög merkileg heimildarkvikmynd, þar eð þetta er eina myndin, sem sýnir rennsli og myndun helluhrauns hér á Íslandi ...
Tíminn: 08. 03. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum
Voldugasta myndin er Eldur í Öskju, kvikmynd um Öskjugosið í október og nóvember 1961.
Þar tókst í fyrsta sinn að kvikmynda hér myndun helluhrauns, sem víða setur svip á íslenzkt landslag.
Þar gefur að líta glóandi hraun elfur, kvikar hrauntjarnir og storknandi lög, sem sporðreisast í leðjunni og hverfa í svelg inn með boðaföllum.
Þá má sjá hin stórfenglegustu hraungos, sem fáeinir voru svo heppnir að sjá úr lofti eða af landi.
Dr. Sigurður Þórarinsson talar með myndinni og með henni er flutt tónlist, sem Magnús Blöndal Jóhannsson samdi og felldi sérstaklega að þessari kvikmynd ...
Þjóðviljinn: 17. 03. 1963: Myndin sýnd aftur um helgina
Askja gýs með glæsibrag á annarri mynd, og er það að sjálfsögðu gleðilegt tímanna tákn, að eldgos skuli ekki lengur verða okkur til grasleysis og sauðatjóns heldur aðeins til fegurðarauka. Þessari staðreynd skilar myndin ágætlega ...
Morgunblaðið: 23. 03. 1963: Myndin fær jákvæða umsögn gagnrýnanda
Eldar í Öskju, þar sem frábærlega vel eru sýndar hinar miklu náttúruhamfarir, er glóandi hraunflóðið steypist niður brattar hlíðar með furðulegum hraða eins og um straumþungt fljót væri að ræða ...
Morgunblaðið: 31. 03. 1963: Síðasta sýning í Gamla Bíó
Ósvaldur Knudsen sýnir 4 nýjar íslenzkar litkvikmyndir.
- Halldór Kiljan Laxness
- Eldar í Öskju
- Barnið er horfið
- Fjallaslóðir (Á slóðum Fjalla-Eyvindar)
Textar: Kristján Eldjárn, Sigurður Þórarinsson …
Þjóðviljinn: 31. 03. 1963: Ósvaldur varð ekki við ósk um að hafa barnasýningu á myndinni
Í Gamla bíó er engin barnasýning, því að þar er söngskemmtun kl. 3 og því miður hefur Ósvald Knudsen ekki orðið við áskorun minni hér um daginn að hafa barnasýningu á sínum myndum ...
Tíminn: 13. 10. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó, var sýnd víða um land í sumar
Ósvald Knudsen sýnir síðustu myndir sínar í Gamla bíói í dag kl. 7 e.h.
Eins og kunnugt er, þá eru þetta fjórar litkvikmyndir:
- Halldór Kiljan Laxness
- Eldar í Öskju
- Barnið er horfið
- Fjallaslóðir
Myndir þessar voru sýndar við góða aðsókn í Reykjavík í vor, og síðan víða á Vestur-, Norður- og Austurlandi í sumar.
Með kvikmyndum þessum tala þeir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur.
Músík hefur Magnús Blöndal Jóhannsson ýmist valið eða samið sjálfur ...
Tíminn: 30. 11. 1963: Myndin sýnd í Skógaskóla
Þá hafa komið í vetur og sýnt kvikmyndir í skólanum þeir Vilhjálmur Knudsen og Kjartan Ó. Bjarnason.
Sýndi Vilhjálmur fjórar myndir, er Ósvald Knudsen hefur gert og þar á meðal eina um Halldór Laxness ...
Vísir: 30. 11. 1964: Myndin sýnd á fundi Íslendingafélagsins í Osló
Ósvaldur Knudsen hafði verið svo elskulegur að senda félaginu tvær af beztu litmyndum sínum.
Á fjallaslóðum og Öskjugosið 1961 sem voru sýndar við mikinn fögnuð áhorfenda ...
Tíminn: 07. 06. 1969: Myndin sýnd í Sjónvarpinu
Þjóðviljinn: 26. 03. 1975: Myndin sýnd sem hluti af þætti um Öskjugos árið 1875
Eldur í Öskju. Fyrir réttum hundrað árum, 29. mars árið 1875, hófst mikið eldgos í Öskju, og varð það upphaf þess harðindakafla, sem varð ein af meginorsökum fólksflóttans vestur um haf.
Í tilefni þess, að öld er liðin síðan þetta varð, ræðir Eiður Guðnason við Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, um gosið og afleiðingar þess, og síðan verður sýnd stutt kvikmynd eftir Ósvald Knudsen.
Nefnist hún Eldur í Öskju og fjallar aðallega um Öskjugosið 1961 ...