Fjallaslóðir (1961)
Morgunblaðið: 03. 10. 1961: Ósvaldur sýnir Ferðafélaginu þann heiður að frumsýna myndina á kvöldvöku þess

Ósvaldur Knudsen, málarameistari, hefur enn einu sinni sýnt félaginu þann velvilja, að leyfa því að frumsýna kvikmynd, sem hann hefur gert.

Nefnist kvikmyndin Fjallaslóðir og lýsir ferðalöguim um miðlandsöræfi Íslands.

Sýnir kvikmyndim m.a. alla dvalarstaði Fjalla-Eyvindar á öræfum, sem kunnir eru, en þeir eru margir.

Hefur Ósvaldur lagt mikla vinnu í þessa kvikmynd og er hún hin fróðlegasta ...

Image

Image

Vísir: 04. 10. 1961: Ósvald sýnir myndina á kvöldvöku Ferðafélags Íslands

Kvikmynd af slóðum Fjalla-Eyvindar, tekin af Ósvald Knudsen, málarameistara.

Texti eftir dr. Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing ...
Tíminn: 08. 03. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum

Önnur fallegasta myndin nefnist Fjallaslóðir.

Hún sýnir eins og nafnið bendir til hálendi Íslands og öræfaleiðir. Þar er komið við á dvalarstöðum kunnasta útlaga þessarar þjóðar, Fjalla-Eyvindar, sýnd hreysi hans og menjar, sem þau Halla létu eftir sig.

Dr. Sigurður Þórarinsson talar með myndinni ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 17. 03. 1963: Myndin sýnd aftur um helgina

Í einni myndinni fetar Ósvaldur í fótspor okkar eina sanna útlaga, Fjalla-Eyvindar, og fer mjög víða um öræfi landsins.

Mynd sem þessi er töluverð freisting í sjálfu sér — að vísu freistar hún manna ekki til sauðaþjófnaðar eða annarrar þess háttar rómantíkur á villigötum.

Nei, hún freistar dáðlítilla manna og mæðinna, að þeir hristi af sér ryk og taki poka sinn og haldi til fjalla þar sem hina einu sönnu sáluhjálp er að finna ...
Morgunblaðið: 23. 03. 1963: Myndin fær jákvæða umsögn gagnrýnanda

Í Gamla bíói hafa að undanförnu verið sýndar kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið.

Eru myndirnar þessar: Fjallaslóðir, þar sem fyrir augu áhorfandans ber stórbrotin öræfafegurð Íslands í dásamlegu litskrúði, tign mikilúðugra fjallgarða og vingjarnlegra gróðurvinja með lækjarsitrum ...

Image

Image

Morgunblaðið: 31. 03. 1963: Síðasta sýning í Gamla Bíó

Ósvaldur Knudsen sýnir 4 nýjar íslenzkar litkvikmyndir.

  • Halldór Kiljan Laxness
  • Eldar í Öskju
  • Barnið er horfið
  • Fjallaslóðir (Á slóðum Fjalla-Eyvindar)

Textar: Kristján Eldjárn, Sigurður Þórarinsson
Þjóðviljinn: 31. 03. 1963: Ósvaldur varð ekki við ósk um að hafa barnasýningu á myndinni

Í Gamla bíó er engin barnasýning, því að þar er söngskemmtun kl. 3 og því miður hefur Ósvald Knudsen ekki orðið við áskorun minni hér um daginn að hafa barnasýningu á sínum myndum ...

Image

Image

Tíminn: 13. 10. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó, var sýnd víða um land í sumar

Ósvald Knudsen sýnir síðustu myndir sínar í Gamla bíói í dag kl. 7 e.h.

Eins og kunnugt er, þá eru þetta fjórar litkvikmyndir:

  • Halldór Kiljan Laxness
  • Eldar í Öskju
  • Barnið er horfið
  • Fjallaslóðir

Myndir þessar voru sýndar við góða aðsókn í Reykjavík í vor, og síðan víða á Vestur-, Norður- og Austurlandi í sumar.

Með kvikmyndum þessum tala þeir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur.

Músík hefur Magnús Blöndal Jóhannsson ýmist valið eða samið sjálfur ...
Tíminn: 30. 11. 1963: Myndin sýnd í Skógaskóla

Þá hafa komið í vetur og sýnt kvikmyndir í skólanum þeir Vilhjálmur Knudsen og Kjartan Ó. Bjarnason.

Sýndi Vilhjálmur fjórar myndir, er Ósvald Knudsen hefur gert og þar á meðal eina um Halldór Laxness ...

Image

Image

Vísir: 30. 11. 1964: Myndin sýnd á fundi Íslendingafélagsins í Osló

Ósvaldur Knudsen hafði verið svo elskulegur að senda félaginu tvær af beztu litmyndum sínum.

Á fjallaslóðum og Öskjugosið 1961 sem voru sýndar við mikinn fögnuð áhorfenda ...