Alþýðublaðið: 10. 03. 1961: Ósvaldur frumsýnir fimm myndir fyrir blaðamenn, grænlandsmyndin Frá Eystribyggð á Grænlandi, mynd um Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, mynd um Þórberg Þórðarson rithöfund, mynd af refaveiðum Refurinn gerir gren í urð og Vorið er komið, sýningin fór fram í Gamla Bíó
Græhlandsmyndin nefnist Frá Eystribyggð á Grænlandi og er hún tekin á síðastliðnu sumri í fyrstu hópferð íslenzkra ferðamanna þangað.
Brugðið er upp myndum af stórbrotinni náttúru Eystribyggðar og lýst merkilegum minjum um stórvirki Grænlendinga hinna fornu í húsagerð.
Þá er lýst búskaparháttum og lífi Grænlendinga á okkar tímum ...
Vísir: 10. 03. 1961: Myndirnar fimm frumsýndar
Grænlandsmynd sína tók Ósvaldur Knudsen í leiðangri Ferðaskrifstofunnar til Eystri byggðar á s.l. sumri og sýnir hún landslag, íbúa, lifnaðarháttu og húsagerð, húsdýr, sögustaði og fonminjar ...
Morgunblaðið: 14. 03. 1961: Vel látið af myndinni
Síðasta myndin er tekin í Grænlandsför Íslendinga í fyrra sumar til hinna fornu Íslendingabyggða í Eystribyggð.
Er mynd þessi mjög athyglisverð, sýnir auk mikillar og stórbrotinnar náttúrufegurðar hversu stórhuga og stórvirkir Grænlendingar til forna hafa verið í húsagerð og staðið Íslendingum framar í því efni …
Tíminn: 19. 03. 1961: Síðasta sýning myndarinnar í Gamla Bíó
Ósvaldur Knudsen sýnir kvikmyndir sínar í allra síðasta sinn í Gamla bíói kl 3 í dag.
Þær voru sýndar nokkrum sinnum í vikunni sem leið við ágæta og vaxandi aðsókn.
Myndir þessar eru hinar skemmtilegustu og um margt ólíkar því, sem sést hefur hér af þessu tagi. Er þar margt mjög vel gert.
Er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að leyfa börnum og unglingum að sjá þessar myndir ...
Þjóðviljinn: 24. 03. 1961: Myndin sýnd aftur í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana
Vegna fjölda áskorana verða litkvikmyndir Ósvalds Knudsen sýndar í kvöld kl. 7.
Frá Eystribyggð á Grænlandi — Sr. Friðrik Friðriksson — Þórbergur Þórðarson — Refurinn gerir greni í urð — Vorið er komið ...
Tíminn: 15. 10. 1961: Myndin sýnd í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana
Vegna fjölmargra áskorana verður litkvikmynd Ósvald Knudsen Frá Íslandi og Grænlandi sýnd kl. 3 ...
Tíminn: 11. 05. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó
Ósvald Knudsen sýnir 5 litkvikmyndir.
Vorið er komið, Séra Friðrik Friðriksson, Þorbergur Þórðarson, Refurinn gerir sér greni í urð, Eystri-byggð á Grænlandi ...
Tíminn: 28. 09. 1966: Myndin sýnd sem hluti af fyrstu sjónvarpsútsendingum Ríkissjónvarpsins
Úr Eystribyggð á Grænlandi.
Kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen hefur gert um byggðir Íslendinga á Grænl. fyrr á öldum.
Þulur í myndinni er Þórhallur Vilmundarson ...