Heklugosið (1949)
Morgunblaðið: 03. 02. 1948: Mynd Ósvalds og Guðmundar frá Miðdal af Heklugosinu sýnd á fundi Ferðafélags Íslands

Ferðafjelag Íslands efnir til skemtifundar í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 9.

— Á fundinum sýnir Guðmundur Einarsson frá Miðdal kafla úr Heklu-kvikmynd Fjallamanna, sem hann og Ósvald Knudsen hafa tekið.

— Af því að Ferðafjelag Íslands hefur áður sýnt mynd af byrjun gossins mun jeg sýna þá kafla úr mynd okkar Fjallamanna, sem teknir eru af gosinu eins og það var í haust og fyrri hluta Vetrar, sagði Guðmundur frá Miðdal, er blaðið átti tal við hann í gær.

— Sýndar verða myndir frá fjórum ferðum, þar af einni flugferð. Sýna þessar myndir m.a. er nýi gígurinn neðst í suðvestur öxlinni myndaðist og þeg ar gamla hraunhlaupið sprakk og hraunið flóði suður um Höskuldshjalla. Þá er sumt af mynd inni tekið í snjó skömmu fyrir jól ...

Image

Image

Vísir: 14. 02. 1948: Myndin hluti af stærra verki og er ekki fullunnin

Kvikmynd þessa hefir Guðmundur Einarsson frá Miðdal tekið að mestu leyti, en Ósvald Knudsen sumt.

Annars eru þetta þættir úr heildarkvikmynd af Heklugosinu, en Fjallamenn hafa í undirbúningi.

Myndin er ennþá óunnin, en þrátt fyrir það eru sumir kaflar í henni undra fallegir 0g hrikalegir. Fegurstu kaflarnir eru með þeim ágætum að vart verður á betra kosið ...
Morgunblaðið: 15. 02. 1948: Sýning á vegum Ferðafélags Íslands endurtekin vegna fjölda áskorana

Fimmtudaginn 6. nóvemb. flutti Pálmi erindi og sýndi Heklukvikmyndina á fundi, sem Íslendingafélagið og Dansk-Islandsk Samfund stóðu sameiginlega að.

Var aðsókn svo gífurleg að ákveðið var að endurtaka erindið og sýninguna sama kvöldið, og í bæði skiptin fyrir troðfullu húsi ...

Image

Image

Vísir: 02. 04. 1949: Mynd um Heklugosið frumsýnd, Ósvaldur er einn titlaður fyrir henni, á myndin að sýna gosið í öllu sínu veldi, mögulega bara þessi eina sýning

Á morgun kl. 2 e.h. verður frumsýnd í Tjarnarbíó kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen málarameistari tók af Heklugosinu.

Fór Ósvaldur margar ferðir þangað austur meðan gosið stóð yfir og fékk í flestum ferðunum ákjósanlegasta myndatökuveður, enda eru sumir kaflar þessarar myndar með því beztu, sem tekið var af gojsinú, t.d. kaflinn þar sem hraunflaumurinn sést brjótast fram úr glóandi hraunhvelfingu.

Kvikmyndin er öll tekin í eðlilegum litum og er mjög skemmtilega og smekklega samsett, og loks hefir Ósvaldur lokið við að semja við hana skýringar, og valið við hana hljómlist, sem er tekin upp á stálþráð ...
Morgunblaðið: 02. 04. 1949: Myndin frumsýnd, fær góða umsögn þeirra sem hafa séð hana, Ósvaldur hefur tekið ljós- og kvikmyndir um alllangt skeið

Það er mál þeirra manna, sem sjeð hafa myndina, að margt í henni sje forkunnarfagurt og sumir kaflar í henni einhverjir hinir stórfenglegustu sem teknir hafa verið af íslenskum náttúrufyrirbrigðum, t.d. myndir af upptökum hraun straumsins og myndir teknar svo að sjer ofan í gíg og fleira.

Ósvaldur Knudsen hefur lengi tekið myndir, ýmsar ljósmyndir hans frá fyrri árum hafa verið á sýningum hjerlendis og erlendis.

Kvikmyndir hefur hann tekið um alllangt skeið og er góður og smekkvís myndatökumaður, en Heklumyndin er hvoru tveggja í senn: merk náttúrufræðileg heimild og skemmtileg mynd ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 03. 04. 1949: Myndin sýnd í Tjarnarbíó, er í lit

Í dag kl. 2 verður sýnd í Tjarnarbíó Heklukvikmynd sú sem Ósvaldur Knudsen, málarameistari tók og felldi saman.

Hlutar af þessari mynd hafa verið sýndir áður í fámennum hóp og vöktu þá mikla athygli.

Þessi Heklukvikmynd er tekin í litum ...
Tíminn: 10. 04. 1949: Myndin sýnd aftur vegna mikils áhuga, almennt látið mjög vel af myndinni

Ósvaldur Knudsen endurtekur sýningu á Heklukvikmynd sinni í Tjarnarbíó kl. 2 í dag.

Ósvaldur sýndi myndina í Tjarnarbíó á sunnudaginn var og varð þá að neita mörgum um aðgöngu. Sýningin er því endurtekin nú.

Eins og áður hefir verið sagt, hefir myndataka þessi yfirleitt heppnast vel og hlotið ágæta dóma þeirra, sem hafa séð hana ...

Image

Image

Heimskringla: 30. 12. 1953: Myndin sýnd á fundi þjóðræknifélags í Kanada

Að hinum venjulegu fundarstörfurn loknum hefst skemmtiskrá kvöldsins með því að Dr. Áskell Löve sýnir kvikmynd af Heklugosinu.

Myndina tók Ósvald Knudsen, og er hún talin ein sú bezta sinnar tegundar ...
Þjóðviljinn: 29. 06. 1956: Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu

Ísland mun taka þátt í 9. Alþjóða kvikmyndahátíðinni í Tékkóslóvakíu með litmyndinni Heklugos, sem Ósvaldur Knudsen hefur gert.

Hátíðin, verður að venju haldin í Karlovy Vary og mun um það bil að hefjast ...

Image

Image

Morgunblaðið: 30. 11. 1958: Myndin sýnd á foto-expo í sýningarsal Ásmundar Sveinssonar við Sigtún

kl. 16: Heklugosið eftir Ósvald Knudsen ...
Þjóðviljinn: 24. 03. 1972: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Eldur í Heklu 1947-1948. Aðfaranótt 29. marz árið 1947 hófst mikið eldgos í Heklu.

Fjöldi manna hélt til aðalstöðvanna á næstu mánuðum til að rannsaka gosið.

— Mikið var tekið af ljósmyndum og kvikmyndum, og er þessi mynd unnin úr nokkrum þeirra ...

Image

Image

Tíminn: 22. 08. 1980: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Kvikmynd um Heklugosið 1947-8.

Kvikmyndun: Steinþór Sigurðsson, Árni Stefánsson, Guðmundur Einarsson og Ósvaldur Knudsen.

Tal og texti: Sigurður Þórarinsson. Tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og Jón Leifs, flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands og útvarpskórnum ...
DV: 09. 10. 1999: Myndin sýnd í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ósvalds

Þær fjórar kvikmyndir sem nú verða sýndar í tilefni af aldarafmælinu eru Heklugosið 1947-48 ...

Image

Image

Morgunblaðið: 09. 10. 2010: Myndin sýnd á vegum Kvikmyndasafns Íslands

Þetta eru fjórar myndir og hafa sumar þeirra farið víða um heim. Tvær þeirra segja frá Heklugosinu árið 1947, aðra þeirra gerði Vigfús Sigurgeirsson en hina gerði Ósvaldur Knudsen ...