Heyrið vella á heiðum hveri (1967)
Alþýðublaðið: 15. 07. 1967: Myndin hlýtur viðurkenningu á fræðslumyndaviku Evrópuráðsins, mælt verður sérstaklega með myndinni við aðildarríki og talsetning á tungumál viðkomandi lands styrkt

Fræðslumyndasafn ríkisins er aðili að kvikmyndadeild Evrópuráðs, og sendi það að þessu sinni til Arnhem nýja kvikmynd eftir Ósvald Knudsen, Heyrið vella á heiðum hveri.

Er hún um hverasvæði og notkun jarðhita á Íslandi.

Fulltrúar á kvikmyndavikunni völdu þessa nýju mynd Ósvalds í flokk þeirra tíu beztu, sem þar voru til skoðunar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 20. 09. 1967: Myndin sýnd á heimssýningunni í Montreal

„Ekki stundar þú kvikmyndun eingöngu?“

„Nei, ég er málarameistari að atvinnu og hef stundað mitt starf fram á þennan dag. Ég tók mér að vísu frí frá því í fyrra, þegar ég var að taka myndina, sem nefnd hefur verið Heyrið vella á heiðum hveri og nú er sýnd á Heimssýningunni í Montreal í Kanada ásamt annarri mynd minni, Með sviga lævi ...
Morgunblaðið: 01. 05. 1970: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum myndum, Með sviga lævi, Ein upp til fjalla og mynd um Pál Ísólfsson

Fjórða myndin er um hveri á Íslandi, gerð 1967 og nefnist Heyrið vella á heiðum hveri.

Sækir Ósvaldur þar víða til fanga til að sýna íslenzku hvera svæðin.

Tal og texta gerði dr. Sigurður Þórarinsson.

Tónlist hefur Magnús Bl. Jóhannsson gert og bulla hverirnir margir skemmtilega við nútíma tónlist ...

Image

Image

Vísir: 06. 05. 1970: Gagnrýni á kvikmyndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó þar sem hann er gagnrýndur fyrir ýmislegt

Það verður að segjast hreint út að Ósvaldur Knudsen er ekki mikill kvikmyndagerðarmaður, og jafnvel ekki einu sinni amatör í meðallagi góður og liggja til þessa tvær meginástæður.

Í fyrsta tagi virðist hann ekki kunna einföldustu tæknileg undirstöðuatriði kvikmyndagerðar eins og t.d. að aldrei má hreyfa kvikmyndavél á móti hreyfingu myndefnis því þá verður myndin óskýr (í öllum fjórum myndunum er hreyfing myndavélarinnar undantekhingarlaust frá hægri til vinstri, sama hver hreyfing myndefnisins er)

Í öðru lagi er engin þessara fjögurra mynda fugl eða fiskur efnislega séð, heldur einhvers konar hrærigrautur heimildarmyndar og fræðslumyndar ...
Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Gagnrýni á myndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó, margt jákvætt, en þó stórir gallar á kvikmyndagerð hans

Heyrið vella á heiðum hveri nefnist mynd sem fjallar um jarðhita og hveri á Íslandi.

Myndin er góð, þar sem fjallað er um hveri sem náttúrufyrirbrigði, en þegar kemur út fyrir það fer hún í mola.

Nærmyndir Ósvaldar af hverum eru heillandi og vafalaust hefði mátt gera alla myndina þannig, samspil lita og hreyingar.

Eins og hún stendur er hún að nokkru náttúrulýsing og að nokkru atvinnulífslýsing en gefur af hvoru heildarmynd

Image

Image

Þjóðviljinn: 24. 06. 1970: Myndin sýnd á Listahátíð í Reykjavík

Í Gamla bíói eru kvikmyndasýningar á vegum Félags Íslenzkra kvikmyndagerðarmanna og hefjast kl. 5, 7 og 9.

Á tveimur fyrri sýningunum verða sýndar myndirnar Með sviga lævi og Heyrið vella á heiðum hveri eftir Ósvald Knudsen ...
Vísir: 26. 06. 1970: Gagnrýni á myndina, og aðrar sem sýndar voru á Listahátíð í Reykjavík, vantar mikið upp á gæði hennar

Þórsmerkurmynd Ósvalds var blessunarlega stutt, og samanstóð eins og nafnið gefur til kynna af fallegum landslagsmyndum úr Mörkinni, og þar að auki voru nokkur snotur atriði af fuglum við hreiður ...

Image

Image

Vísir: 05. 08. 1972: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Heyrið vella á heiðum hveri. Kvikmynd eftir Ósvald Knudsen, þar sem brugðið er upp myndum af helztu hverasvæðum landsins og nútimanýtingu jarðhita.

Tal og texti Sigurður Þórarinsson. Tónlist Magnús Blöndal Jóhannsson ...