Hrognkelsaveiðar í Skerjafirði (1950)
Tíminn: 20. 10. 1950: Myndin sýnd blaðamönnum, vantar mikið upp á gæðin bæði tæknilega og efnislega

Um hrognkelsaveiðirnar er svipað hægt að segja, nema hvað fyrri hluti hennar er talsvert verr gerður en myndin frá Soginu.

Lýsingin er misjöfn og oft ekki réttar fjarlægðarstillingar á vélinni, er orsakar óskýrleika á myndinni. Auk þess ber talsvert á því að þessi mynd sé hreyfð, þar sem hægt er að nota þrífót undir vélina, og koma þannig í veg fyrir, að hreyfing handarinnar hafi áhrif á hana, þegar myndin er tekin.

Þetta á þó vitanlega ekki við um þann þátt, er tekinn er á sjó, úr bát á hreyfingu.

— Beztur kafli þessarar myndar og sá, er gefur henni gildi, eru nærmyndirnar úr fjöruborðinu og af hrognkelsunum lifandi í sjónum. Margt af því er mjög vel gert og vandvirknislega unnið ...

Image

Image

Vísir: 20. 10. 1950: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Í hinni fyrri er brugðið upp mynd af þeirri vertíð hér í Reykjavík, sem sennilega er minnstur gaumur gefinn, þótt mörgum þyki hrognkelsi gómsætasti fiskurinn ...
Tíminn: 23. 02. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Hrognkelsaveiðar. Þessi mynd er tekin á Skerjafirði 1948 ...

Image