Með sviga lævi (1967)
Þjóðviljinn: 09. 05. 1967: Önnur Surtseyjarmynd Ósvalds frumsýnd á vegum Ferðafélags Íslands, um 18 mínútna löng

Ferðafélag Íslands frumsýnir annað kvöld kl. 8.30 nýja Surtseyjarkvikmynd eftir Ósvald Knudsen, sem nú hefur alls gert sér 60 til 70 ferðir til að kvikmynda gosið.

Segir myndin frá gosi í og við Surtsey frá því um sumarið 1965 þar til í fyrrahaust og auk þess er brugðið upp svipmyndum af starfi vísindamanna í Surtsey ...

Image

Image

Morgunblaðið: 10. 05. 1967: Um myndina fyrir frumsýningu

Hefst myndin vorið 1965, þegar hraunrennsli var að hætta úr Surtsey.

Um sama leyti hófst gos í Syrtlingi og sést það frá upphafi, en því lauk i september sama ár og hvarf eyjan skömmu síðar og er þar nú 20 metra dýpi.

Lá gos niðri í Surtsey. Á annan í jólum 1965 hófst nýtt neðan sjávargos suður af Surtsey og myndaðist þar eyja, sem nefnd var Jóðnir og varð hún stærst 30 hektara og 70 metra há. Hún er nú horfin aftur.

Einnig sýnir myndin hraungosið, sem hófst í Surtsey á ný 19. ágúst 1966 og stendur enn, úr hinum upprunalegu gígum Surtseyjar ...
Morgunblaðið: 20. 09. 1967: Myndin sýnd á heimssýningunni í Montreal

„Ekki stundar þú kvikmyndun eingöngu?“

„Nei, ég er málarameistari að atvinnu og hef stundað mitt starf fram á þennan dag. Ég tók mér að vísu frí frá því í fyrra, þegar ég var að taka myndina, sem nefnd hefur verið Heyrið vella á heiðum hveri og nú er sýnd á Heimssýningunni í Montreal í Kanada ásamt annarri mynd minni, Með sviga lævi ...

Image

Image

Lögberg-Heimskringla: 21. 09. 1967: Myndin hlýtur viðurkenningu á heimssýningunni í Montreal

Frétt frá íslenzku sýningunni í Expo 67 segir að 21. Congress of Association for Scientific Films hafi veitt Ósvaldi Knudsen heiðursviðurkenningu fyrir kvikmynd hans af Surtseyjargosinu.

Þó íslenzka sýningin sé ekki meðlimur í þessum samtökum og þó myndir sem átti að sýna á filmfestivali þeirra í Montreal hefðu verið valdar fyrir löngu fékk Elín Pálmadóttir leyfi til að sýna og kynna Surtseyjarmyndina á hátíð samtakanna í Dupont Auditorium með fyrirgreindum árangri ...
Morgunblaðið: 01. 05. 1970: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum myndum, Ein upp til fjalla, mynd um Pál Ísólfsson og Heyrið vella á heiðum hveri

Með sviga lævi nefnir Ósvaldur 18 mínútna mynd af Surtseyjargosi, en hana gerði lann 1967.

Sýnir hún síðari hluta gossins, glóandi hraunrennsli og myndun og hvarf nýrra eyja utan við Surtsey.

Hefur sú mynd m.a. hlotið viðurkenningu Samtaka vísindakvikmyndamanna.

Dr. Sigurður Þórarinsson gerði tal og texta ...

Image

Image

Vísir: 06. 05. 1970: Gagnrýni á kvikmyndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó þar sem hann er gagnrýndur fyrir ýmislegt

Það verður að segjast hreint út að Ósvaldur Knudsen er ekki mikill kvikmyndagerðarmaður, og jafnvel ekki einu sinni amatör í meðallagi góður og liggja til þessa tvær meginástæður.

Í fyrsta tagi virðist hann ekki kunna einföldustu tæknileg undirstöðuatriði kvikmyndagerðar eins og t.d. að aldrei má hreyfa kvikmyndavél á móti hreyfingu myndefnis því þá verður myndin óskýr (í öllum fjórum myndunum er hreyfing myndavélarinnar undantekhingarlaust frá hægri til vinstri, sama hver hreyfing myndefnisins er)

Í öðru lagi er engin þessara fjögurra mynda fugl eða fiskur efnislega séð, heldur einhvers konar hrærigrautur heimildarmyndar og fræðslumyndar ...
Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Gagnrýni á myndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó, margt jákvætt, en þó stórir gallar á kvikmyndagerð hans

Á sýningunni í Gamla bíói var sýnd síðari Surtseyjarmynd Ósvaldar Með sviga lævi.

Er bún langbezt þessara fjögurra mynda. Hefur Ósvaldur alls farið 70 til 80 ferðir út í eyjuna og hefur tekið mikið magn af myndum.

Árangurinn er mynd, sem er bæði einstæð og frábærlega góð ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 24. 06. 1970: Myndin sýnd á Listahátíð í Reykjavík

Í Gamla bíói eru kvikmyndasýningar á vegum Félags Íslenzkra kvikmyndagerðarmanna og hefjast kl. 5, 7 og 9.

Á tveimur fyrri sýningunum verða sýndar myndirnar Með sviga lævi og Heyrið vella á heiðum hveri eftir Ósvald Knudsen ...
Tíminn: 07. 01. 1972: Myndin hlýtur bronsverðlaun á alþjóðlegri listahátíð í Búdapest

Í haust var haldin alþjóðleg listahátíð í Budapest, sem Ísland tók þátt í með sendingu ljósmynda og kvikmynda.

Ráðuneytinu hefur hú borizt tilkynning um, að Ósvaldur Knudsen hafi hlotið bronspening að verðlaunum fyrir kvikmynd sína Með sviga lævi, en hún fjallar eins og kunnugt er um Surtseyjargosið ...

Image