Mynd frá Hornströndum (1956)
Tíminn: 10. 02. 1956: Myndin sýnd á fundi Ferðafélags Íslands, látið vel af henni, Kristján Eldjárn með skýringar á segulbandi

Er brugðið þar upp fallegum skyndimyndum af lifnaðarháttum fólks og byggðum. Er kvikmyndin hin fróðlegasta, enda er margt sérstætt á Hornströndum.

Hefir myndatökumaðurinn leyst verk sitt vel af hendi og geymir myndin margt, sem skemmtilegt og fróðlegt er að sjá.

Auk þess má geta þess að í kvikmyndinni eru víða listræn tilþrif og er auðséð að Ósvaldur Knudsen hefir glöggt auga fyrir litum og myndflötum.

Eru þessir kostir góður bragðbætir með þeim fróðleik, sem myndin flytur ...

Image

Image

Vísir: 11. 04. 1956: Myndin endursýnd á vegum Ferðafélags Íslands vegna fjölda áskorana

Ferðafélag Íslands hefur, vegna fjölda áskorana, ákveðið að endurtaka kvöldvöku þá, er það efndi til 7. febr. s.l.

Þá var sýnd afbragðsfögur kvikmynd af Hornströndum, sem Ósvaldur Knudsen málarameistari hafði tekið, með tilsvarandi góðum skýringum Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar.

Aðsókn, að þessari kvöldvöku var gífurleg svo að aðgöngumiðar seldust upp á svipstundu og fjöldi manns varð frá að hverfa ...
Kirkjuritið: 01. 03. 1956: Innblástur fenginn að kirkjuhaldi Íslendinga fjarri þéttum byggðum af myndinni

Mér kom þetta m.a. í hug við að sjá nýja kvikmynd frá Hornströndum, er Ósvald Knudsen hefir tekið.

Bænahúsið auða í Furufirði talaði kynlega sterku máli líkt og forn fjöllin og sjálft úthafið.

Og margt kom í hugann við að sjá séra Jónmund með söfnuð sinn. Þar var prestur, sem lifði með og fyrir fólk sitt.

Slíkir sáluhirðar hafa ekki lifað til einskis né unnið fyrir gýg. En hér ræðir hvorki um minningar, hvað þá samanburð.

Ég vildi aðeins benda á nýtt viðhorf til kirkjunnar í þjóðfélaginu, nýjar spurningar, sem krefjast svara ...

Image

Image

Morgunblaðið: 12. 01. 1957: Myndin sýnd á spilakvöldi sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar

Sýnd kvikmynd frá Hornströndum, tekin af Ósvald Knudsen ...
Þjóðviljinn: 07. 03. 1958: Myndin sýnd í Trípólíbíó ásamt tveimur öðrum myndum Ósvalds

Hornstrandamyndin er um landslag á Hornströndum og mannlíf þar, áður en byggðir þar eyddust með öllu og er fjölbreytt að efni.

Sýnt er ýmislegt sérkennilegt úr lífi og atvinnuháttum þessarar afskekktu byggðar, og meðal veigameiri kafla myndarinnar er þáttur um bjargsigið og þáttur um rekaviðinn á Ströndum og vinnslu hans, svo að eitthvað sé nefnt.

Margt ber á góma í þessari mynd, sem nú er horfið og verður ekki kvikmyndað héðan í frá ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 07. 03. 1958: Um myndina fyrir sýninguna í Trípólíbíó

Hornstrandamyndin er um landlslag á Hornströndum og mannlíf þar, áður en byggðir þar eyddust með öllu og er fjölbreytt að efni.

Sýnt er ýmislegt sérkennilegt úr lífi og atvinnuháttum þessarar afskekktu byggðar, og meðal veigimeiri katfli myndarinnar er þáttur um bjargsig og þáttur um rekaviðinn á Ströndum og vinnslu hans, svo að eitthvað sé nefnt.

Margt ber á góma í þessari mynd, sém nú er horfið og verð ur ekki kvikmyndað héðan í frá ...
Framsóknarblaðið: 01. 06. 1960: Myndin sýnd á skemmtifundi Ferðafélags Vestmannaeyja

Sýndar voru tvær úrvals kvikmyndir, sem Ósvald Knudsen hefur tekið.

Var það mynd frá Hornströndum, og önnur um líf og starf Ásgríms Jónssonar ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 19. 03. 1965: Myndin sýnd á árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur

Ósvaldur Knudsen sýnir Hornstrandakvikmynd sína ...
Tíminn: 24. 11. 1967: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Hornstrandir. Heimildarkvikmynd þessa gerði Ósvaldur Knudsen um stórbrotið landslag og afskekktar byggðir, sem nú eru komnar í eyði.

Dr. Kristján Eldjárn samdi textann og er jafnframt þulur ...

Image

Image

Mánudagsblaðið: 19. 12. 1967: Myndin endursýnd í Sjónvarpinu nokkrum sinnum, hér er dæmi um það

Hornstrandir. Heimildarkvikmynd þessa gerði Ósvaldur Knudsen um stórbrotið landslag og afskekktar byggðir, sem nú eru komnar í eyði.

Dr. Kristján Eldjárn samdi texta og er hann einnig þulur. Áður flutt 2. desember 1967 ...
Morgunblaðið: 22. 12. 1968: Myndin sýnd aftur í Sjónvarpinu

Hornstrandir. Heimildarkvikmynd eftir Ósvald Knudsen.

Dr. Kristján Eldjárn samdi textann og er þulur. Áður sýnd 1. des. 1967 ...

Image

Image

DV: 09. 10. 1999: Myndin sýnd í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ósvalds

Þær fjórar kvikmyndir sem nú verða sýndar í tilefni af aldarafmælinu eru Heklugosið 1947-48.

Hornstrandir, en þá mynd tók Ósvaldur á Hornströndum og Jökulfjörðum á árunum 1949-54.

Lögð er áhersla á að sýna staði sem nú eru í eyði og það sem sérkennilegast er í landslagi ...
Morgunblaðið: 07. 07. 2004: Myndin sýnd á kvikmyndahátíðinni 101 Hólmavík

Á hátíðinni, sem stendur í viku, eru sýndar tíu kvikmyndir og verður hver mynd sýnd tvisvar, fyrri part vikunnar og í vikulokin.

Myndirnar eru: Hornstrandir eftir Ósvald Knudsen ...

Image