Mynd um Ásgrím Jónsson (1958)
Vísir: 01. 02. 1958: Tvær myndir eftir Ósvald frumsýndar á kvöldvöku Ferðafélagsins, önnur fjallar um fornleifarannsóknir í Skálholti og sýnir frá skálholtshátíðinni, Kristján Eldjárn flytur skýringar með henni og hin er um Ásgrím Jónsson listmálara

Á kvöldvökunni verða frumsýndar tvær kvikmyndir sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið með skýringarteksta Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar.

Kvikmyndir þessar eru frá fornleifarannsóknunum í Skálholti og frá Skálholtshátíðinni, svo og kvikmynd, sem gerð hefur verið um Ásgrím Jónsson listmálara og starf hans. En jafnframt flytur Björn Th. Björnsson listfræðingur erindi um Ásgrím og list hans ...

Image

Image

Tíminn: 06. 02. 1958: Um sýninguna á fundi Ferðafélagsins á myndum úr Skálholti og um Ásgrím Jónsson, báðar sagðar vel unnar og góðar heimildir og þá sérstaklega myndin um Ásgrím

Myndin af Ásgrími Jónssyni verður stórmerk heimild um þennan sérstæða og stórbrotna snilling og brautryðjanda, sem fyrstur ísl. myndlistarmanna gerði þá listgrein að æfistarfi, og vakti þjóðina til meðvitundar um tign og fegurð landsins.

Í gærkveldi var auðfundið að kvikmyndin um hinn aldna listamann vakti óskipta athygli mannfjöldans ...
Morgunblaðið: 08. 02. 1958: Um sýningu Ferðafélagsins á myndunum frá Skálholti og um Ásgrím

Næst var frumsýnd kvikmynd af verkum Ásgríms Jónssonar, listmálara, og nokkuð úr athafnalífi listamannsins.

Björn Th. Bjórnsson, listfræðingur flutti fróðlegt erindi um Ásgrím og list hans ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 07. 03. 1958: Myndin sýnd í Trípólíbíó ásamt tveimur öðrum myndum Ósvalds

Myndina um Ásgrím Jónsson málara má bera saman við útlendar smámyndir um fræga listamenn, sem mikið er nú gert af erlendis.

Myndin sýnir hinn gamla meistara við vinnu sína, heima á vinnustofu og út í náttúrunni, og er fróðlegt að sjá listaverkið skapast í hönum hans frá upphafi til enda.

Inn í myndina er fléttað myndum af mörgum beztu verkum Ásgríms
Alþýðublaðið: 07. 03. 1958: Um myndina fyrir sýninguna í Trípólíbíó

Myndina um Ásgrím Jónsson málara má bera saman við útlendar smámyndir um fræga listamenn, sem mikið er nú gert af erlendis.

Myndin sýnir hinn gamla meistara við vinnu sína, heima á vinnustofu og úti í niáttúrunni, og er fróðiegt að sjá listaverkið skapast í höndum hans frá upphafi til enda.

Inn í myndina er fléttað myndum af mörgum beztu verkum Ásgríms ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 27. 04. 1958: Myndin sýnd á fundi foreldrafélags Lauganesskóla

Sýnd verður litkvikmynd um listamanninn Ásgrím Jónsson, þulur Kristján Eldjárn.

Myndina tók Ósvaldur Knudsen ...
Framsóknarblaðið: 01. 06. 1960: Myndin sýnd á skemmtifundi Ferðafélags Vestmannaeyja

Sýndar voru tvær úrvals kvikmyndir, sem Ósvald Knudsen hefur tekið.

Var það mynd frá Hornströndum, og önnur um líf og starf Ásgríms Jónssonar ...

Image

Image

Tíminn: 01. 05. 1962: Myndin sýnd á Listasafni ASÍ

Síðast en ekki sízt kvikmynd um Ásgrím Jónsson, sem Ósvaldur Knudsen gerði ...
Morgunblaðið: 23. 04. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Ásgrímur Jónsson, listmálari. Myndin sýnir svipmyndir úr lífi og starfi listamannsins, bæði á vinnustofu hans og úti í náttúrunni. Myndin er gerð árið 1956 ...

Image

Image

Morgunblaðið: 26. 03. 1980: Myndin sýnd á íslenskri kvikmyndaviku í Regnboganum

Myndirnar sem sýndar verða eru: Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Páll Ísólfsson, Þórbergur Þórðarson og Reykjavík 1955 eftir Ósvald Knudsen ...
Þjóðviljinn: 26. 04. 1984: Hlutar myndarinnar nýttir í nýja mynd Sjónvarpsins um Ágrím

Ofangreind viðtöl eru meginuppistaða myndarinnar um Ásgrím.

Þau gefa góða mynd af honum ásamt tveimur stuttum kvikmyndum sem teknar voru af honum og felldar inn í sjónvarpsmyndina.

Ónnur sýnir Ásgrím og Jóhannes Kjarval hittast á Þingvöllum og tók Kristján Jónsson þá mynd, en hin er af Ásgrími við málun vatnslitamyndar úti í náttúrunni og er hún eftir Ósvald Knudsen ...

Image