Mynd um Friðrik Friðriksson (1961)
Alþýðublaðið: 10. 03. 1961: Ósvaldur frumsýnir fimm myndir fyrir blaðamenn, grænlandsmyndin Frá Eystribyggð á Grænlandi, mynd um Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, mynd um Þórberg Þórðarson rithöfund, mynd af refaveiðum Refurinn gerir gren í urð og Vorið er komið, sýningin fór fram í Gamla Bíó

Myndin af Friðrik lýsir starfi hins kunna æskulýðsleiðtoga með KFUM-félögum í Heykjavík, Kaldárseli og Vatnaskógi ...

Image

Image

Vísir: 10. 03. 1961: Myndirnar fimm frumsýndar

Íslandsmyndirnar fjórar eru af vori á Íslandi, refaveiðum, Friðriki presti Friðriksyni og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi.

Þær tvær síðarnefndu lýsa nokkuð daglegu lífi beggja þessara þjóðkunnu Íslendinga og starfi bæði í Reykjavík og í sumardvöl þeirra í sveitum.

Inn í þær er svo fléttað ýmsum atriðum úr lífi náttúrunnar og fögru landslagi
Vísir: 10. 03. 1961: Friðrik Friðriksson látinn, degi fyrir frumsýningu myndar Ósvalds um hann

Myndín hér að ofan af sr. Friðrik Frikrikssyni, dr. theol., er úr kvikmynd, sem Ósvald Knudsen hefir tekið og frumsýnd verður fyrir almenning á morgun ...

Image

Image

Morgunblaðið: 14. 03. 1961: Vel látið af myndinni

Næsta mynd var um líf og auk mikillar og stórbrotinnar starf séra Friðriks Friðrikssonar, en þessi mikli æskulýðsleiðtogi andaðist á heimili sínu hér í bæ að kvöldi sama dags og myndin var sýnd, nær níutíu og þriggja ára gamall.

Myndin er tekin hér í Reykjavík, í Vatnaskógi og í Kaldárseli. Sýnir myndin hversu séra Friðrik hafði það heima fyrir og þátttöku hans í starfi unglinganna í félagsheimllum þeirra á framangreindum stöðum.

Er vissulega mikils virði að eiga í þessari mynd skemmtiiega heimild um líf og starf séra Friðriks, það sem hún nær ...
Tíminn: 19. 03. 1961: Síðasta sýning myndarinnar í Gamla Bíó

Ósvaldur Knudsen sýnir kvikmyndir sínar í allra síðasta sinn í Gamla bíói kl 3 í dag.

Þær voru sýndar nokkrum sinnum í vikunni sem leið við ágæta og vaxandi aðsókn.

Myndir þessar eru hinar skemmtilegustu og um margt ólíkar því, sem sést hefur hér af þessu tagi. Er þar margt mjög vel gert.

Er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að leyfa börnum og unglingum að sjá þessar myndir ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 24. 03. 1961: Myndin sýnd aftur í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana

Vegna fjölda áskorana verða litkvikmyndir Ósvalds Knudsen sýndar í kvöld kl. 7.

Frá Eystribyggð á Grænlandi Sr. Friðrik FriðrikssonÞórbergur ÞórðarsonRefurinn gerir greni í urðVorið er komið ...
Dagur: 25. 08. 1961: Myndin sýnd á Akureyri

Ósvaldur Knudsen er löngu landsþekktur fyrir kvikmyndir sínar.

Í vor voru 5 nýjar myndir hans sýndar í Rvík. Nú er hann hér á ferð og mun sýna á Akureyri kl. 3 og 5 á sunnudag, væntanlega í Samkomuhúsinu ...

Image

Image

Tíminn: 15. 10. 1961: Myndin sýnd í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana

Vegna fjölmargra áskorana verður litkvikmynd Ósvald Knudsen Frá Íslandi og Grænlandi sýnd kl. 3 ...
Tíminn: 11. 05. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Ósvald Knudsen sýnir 5 litkvikmyndir.

Vorið er komið, Séra Friðrik FriðrikssonÞorbergur Þórðarson, Refurinn gerir sér greni í urð, Eystri-byggð á Grænlandi ...

Image

Image

Vísir: 08. 02. 1969: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Síðari kvikmyndin fjallar um séra Friðrik Friðriksson og starf hans í K.F.U.M.

Ósvaldur tók þá kvikmynd á árunum 1954 — 1955 nokkru áður en séra Friðrik varð blindur.

Myndatakan er víða að, m.a. frá sumarbústöðum K.F.U.M. í Kambárseli og í Svínadal. Þulur er dr. Kristján Eldjárn ...
Morgunblaðið: 26. 03. 1980: Myndin sýnd á íslenskri kvikmyndaviku í Regnboganum

Myndirnar sem sýndar verða eru: Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Páll ísólfsson, Þórbergur Þórðarson og Reykjavík 1955 eftir Ósvald Knudsen ...

Image