Mynd um Halldór Laxness (1962)
Vísir: 24. 04. 1962: Myndin sýnd í tilefni af 60 ára amæli Halldórs, texti við myndina eftir Kristján Eldjárn

Hófst sú sýning í gær með því að sýnd var ný kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen hefir gert um Halldór.

Texti er saminn og fluttur af dr. Kristjáni Eldjárn og tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson ...

Image

Image

Tíminn: 08. 03. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum

Þá er sýnd kvikmynd um Nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxness, brugðið upp myndum af æviferli hans; ljósmyndir af skáldinu í bernsku, foreldrum hans, myndir af bréfum sem Halldór skrafaði ungur, fylgzt með honum á ferli um landið, á söguslóðum Gerplu og Ljósvíkings og brugðið upp myndum af heimilislífi skáldsins.

— Menn sjá skáldið á gönguferð um nágrenni Gljúfrasteins, sjá það við ritstörf að morgni dags og á næðissömu síðdegi.

Þá er brugðig upp myndum frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi og frá heímkomu skáldsins og þeim fagnaði, sem þá átti sér stað.

Dr. Kristján Eldjárn talar með þessari mynd, og Magnús Blöndal Jóhannsson samdi, einnig við hana, sérstaka tónlist ...
Tíminn: 08. 03. 1963: Mynd af Ósvaldi að ,,skjóta“ Halldór

Sýningar á nýjum kvikmyndum eftir Ósvald Knudsen eru að hefjast. Fréttamenn sáu nýju myndirnar hans í gær, og þótti hafa tekizt vel. —

Myndirnar eru fjórar. Ein þeirra er um Halldór Kilian Laxness, eina Nóbelsverðlaunaskáldið okkar. Sú mynd er tekin af HKL á ferðalögum að Gljúfrasteini.

Á myndinn hér að neðan er Ósvaldur að kvikmynda Laxness við heimkomuna frá Stokkhólmi ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 17. 03. 1963: Myndin sýnd aftur um helgina

Og svo var það myndin um Halldór Laxness. Skemmtileg mynd sem sýnir skáldið í daglegu umhverfi, við sérkennilegt skrifborð, við kaffiborð, á gönguför með staf.

Og nú geta menn borið saman hvor tekur sig betur út á kvikmynd. Halldór eða Þórbergur ...
Morgunblaðið: 23. 03. 1963: Myndin fær jákvæða umsögn gagnrýnanda

— Síðast en ekki sízt er sýnd mynd af Halldóri Kiljan Laxness, meðal annars er hann veitir móttöku í Stokkhólmi bókmenntaverðlaunum Nóbels, þegar hann kemur þaðan hingað heim með Gullfossi, og auk þess ýms atriði úx daglegu lífi hans heima í Gljúfrasteini og utan heimilisins.

Er þessi mynd mjög skemmtileg og fróðleg. Heimili þeirra hjónanna er fagurt og ber með sér að það er byggt upp af fáguðum smekk, sem hvergi skeikar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 31. 03. 1963: Síðasta sýning í Gamla Bíó

Ósvaldur Knudsen sýnir 4 nýjar íslenzkar litkvikmyndir.

  • Halldór Kiljan Laxness
  • Eldar í Öskju
  • Barnið er horfið
  • Fjallaslóðir (Á slóðum Fjalla-Eyvindar)

Textar: Kristján Eldjárn, Sigurður Þórarinsson
Þjóðviljinn: 31. 03. 1963: Ósvaldur varð ekki við ósk um að hafa barnasýningu á myndinni

Í Gamla bíó er engin barnasýning, því að þar er söngskemmtun kl. 3 og því miður hefur Ósvald Knudsen ekki orðið við áskorun minni hér um daginn að hafa barnasýningu á sínum myndum ...

Image

Image

Tíminn: 13. 10. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó, var sýnd víða um land í sumar

Ósvald Knudsen sýnir síðustu myndir sínar í Gamla bíói í dag kl. 7 e.h.

Eins og kunnugt er, þá eru þetta fjórar litkvikmyndir:

  • Halldór Kiljan Laxness
  • Eldar í Öskju
  • Barnið er horfið
  • Fjallaslóðir

Myndir þessar voru sýndar við góða aðsókn í Reykjavík í vor, og síðan víða á Vestur-, Norður- og Austurlandi í sumar.

Með kvikmyndum þessum tala þeir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur.

Músík hefur Magnús Blöndal Jóhannsson ýmist valið eða samið sjálfur ...
Tíminn: 30. 11. 1963: Myndin sýnd í Skógaskóla

Þá hafa komið í vetur og sýnt kvikmyndir í skólanum þeir Vilhjálmur Knudsen og Kjartan Ó. Bjarnason.

Sýndi Vilhjálmur fjórar myndir, er Ósvald Knudsen hefur gert og þar á meðal eina um Halldór Laxness ...

Image