Mynd um Pál Ísólfsson (1969)
Morgunblaðið: 12. 03. 1969: Ósvald sýnir myndina ásamt tveimur öðrum á kvöldvöku Ferðafélags Íslands, mynd um Ríkarð Jónsson myndhöggvara og myndina Morgunstund að Núpsstað, báðar í kringum 5 mínútur að lengd

Loks er mymd um Pál Ísólfsson, tekin að miklu leyti í Ísólfsskála.

Er það saga Páls í stuttu máli í litum og tekur um 25 mínútur sýning hennar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 15. 03. 1969: Gagnrýni á myndirnar þrjár sem Ósvald sýndi á kvöldvöku Ferðafélagsins

Önnur myndin var af Páli Ísólfssyni, en hér var brugðið upp svipmyndum úr ævi hans síðustu tvo áratugina. Því var þessi mynd miklu betri sem heimildarmynd.

Myndin er óvenju vel samsett og bregður upp fjölmörgum atvikum frá ýmsum stórhátíðum, þar sem Páll stóð fyrir söng eða stjórnaði hljómsveitum.

Þar brá fyrir myndum af fjölda kunnra manna, bæði lífs og liðnum, á Skálholtshátíð, þjóðhátíð á Arnarhóli, við kirkjuvígslu á Stokkseyri og víðar.

Sýnir myndin glöggt hve Páll var ómissandi við alla meiri háttar mannfagnaði um langt skeið.

Þar eru og myndir af briminu við Stokkseyri og bústað Páls á bernskuslóðum hans, sem auka gildi myndarinnar ...
Morgunblaðið: 01. 05. 1970: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum myndum, Með sviga lævi, Ein upp til fjalla og Heyrið vella á heiðum hveri

Önnur myndin er um Pál Ísólfsson, tónskáld, en hana tók Ósvaldur á 15 árum og lauk henni 1968.

Tal og texta gerði dr. Kristján Eldjárn ...

Image

Image

Vísir: 06. 05. 1970: Gagnrýni á kvikmyndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó þar sem hann er gagnrýndur fyrir ýmislegt

Það verður að segjast hreint út að Ósvaldur Knudsen er ekki mikill kvikmyndagerðarmaður, og jafnvel ekki einu sinni amatör í meðallagi góður og liggja til þessa tvær meginástæður.

Í fyrsta tagi virðist hann ekki kunna einföldustu tæknileg undirstöðuatriði kvikmyndagerðar eins og t.d. að aldrei má hreyfa kvikmyndavél á móti hreyfingu myndefnis því þá verður myndin óskýr (í öllum fjórum myndunum er hreyfing myndavélarinnar undantekhingarlaust frá hægri til vinstri, sama hver hreyfing myndefnisins er)

Í öðru lagi er engin þessara fjögurra mynda fugl eða fiskur efnislega séð, heldur einhvers konar hrærigrautur heimildarmyndar og fræðslumyndar ...
Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Gagnrýni á myndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó, margt jákvætt, en þó stórir gallar á kvikmyndagerð hans

Páll Ísólfsson tónskáld nefnist fjórða myndin og sú langlélegasta.

Hér er Ósvaldur algerlega kominn út fyrir sitt svið og hefði betur farið hvergi. Hér er fjallað um mikinn Íslending, listamann á heimsmælikvarða sem við höfum ekki oft getað sagt um okkar menn.

Gefur myndin enga hugmynd um hina líflegu persónu Páls, né hina miklu getu hans sem listamanns.

Hér sést ekkert sem ljósmyndavél hefði ekki gert eins vel. Páli er það enginn greiði að geyma um alla framtíð mynd af honum, sem skjálfandi gamalmenni.

Tónlist hans er til á plötum, hann hefur takað í bókum, til eru af honum myndir og þetta hefði nægt.

Ósvaldur Knudsen er ekki rétti maðurinn til að gera myndir af þessu tagi

Image

Image

Vísir: 30. 12. 1974: Myndin sýnd í Sjónvarpinu til minningar um Pál sem lést á árinu

Sjónvarpið sýnir í kvöld kvikmynd, sem Ósvald Knudsen gerði um ævi og störf tónskáldsins og organistans, en hún var sýnd snemma á árinu 1972.

Tal og texta með myndinni annast dr. Kristján Eldjárn forseti ...
Morgunblaðið: 26. 03. 1980: Myndin sýnd á íslenskri kvikmyndaviku í Regnboganum

Myndirnar sem sýndar verða eru: Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Páll Ísólfsson, Þórbergur Þórðarson og Reykjavík 1955 eftir Ósvald Knudsen ...

Image