Mynd um Þórberg Þórðarson (1961)
Alþýðublaðið: 10. 03. 1961: Ósvaldur frumsýnir fimm myndir fyrir blaðamenn, grænlandsmyndin Frá Eystribyggð á Grænlandi, mynd um Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, mynd um Þórberg Þórðarson rithöfund, mynd af refaveiðum Refurinn gerir gren í urð og Vorið er komið, sýningin fór fram í Gamla Bíó

Í myndinni af Þórbergi er honum fylgt eftir um í Suðursveit, þar sem krían gerir aðsúg að honum og sýndir daglegir lifnaðarhættir hans í Reykjavík, er hann situr að ritstörfum og iðkar heilsubótargöngur, sjóböð og gerir líffæraverkfall þess í milli, andar með annarri nösinni og gerir Mullersæfingar alnakinn í fjörunni í Örfirisey ...

Image

Image

Vísir: 10. 03. 1961: Myndirnar fimm frumsýndar

Íslandsmyndirnar fjórar eru af vori á Íslandi, refaveiðum, Friðriki presti Friðriksyni og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi.

Þær tvær síðarnefndu lýsa nokkuð daglegu lífi beggja þessara þjóðkunnu Íslendinga og starfi bæði í Reykjavík og í sumardvöl þeirra í sveitum.

Inn í þær er svo fléttað ýmsum atriðum úr lífi náttúrunnar og fögru landslagi.

Til beggja manna heyrist og m.a. segir Þórbergur eina af skemmtisögum sínum í kvikmyndinni frammi fyrir kunningjahópi sínum
Morgunblaðið: 14. 03. 1961: Vel látið af myndinni

Þá er mynd af Þorbergi Þórðarsyni, lífi hans og starfi á heimili hans hér í bæ og utan þess, venjum hans og háttum.

Það er gaman að vera áhorfandi að öllu því enda er Þorbergur sérstæður persónuleiki og ólíkur öllum öðrum.

Við fylgjum honum austur í Suðursveit þar sem hann er fæddur og uppalinn, sjáum hann sjúga „prana“ að sið indverskra jóka og einnig sjáum við svipmyndir úr afmælishófi er vinir hans héldu honum sjötugum.

Margt var gott um þessa mynd, en ómerkileg niðurlagsorð Þorbergs lýta hana verulega ...

Image

Image

Tíminn: 19. 03. 1961: Síðasta sýning myndarinnar í Gamla Bíó

Ósvaldur Knudsen sýnir kvikmyndir sínar í allra síðasta sinn í Gamla bíói kl 3 í dag.

Þær voru sýndar nokkrum sinnum í vikunni sem leið við ágæta og vaxandi aðsókn.

Myndir þessar eru hinar skemmtilegustu og um margt ólíkar því, sem sést hefur hér af þessu tagi. Er þar margt mjög vel gert.

Er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að leyfa börnum og unglingum að sjá þessar myndir ...
Þjóðviljinn: 24. 03. 1961: Myndin sýnd aftur í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana

Vegna fjölda áskorana verða litkvikmyndir Ósvalds Knudsen sýndar í kvöld kl. 7.

Frá Eystribyggð á Grænlandi Sr. Friðrik FriðrikssonÞórbergur ÞórðarsonRefurinn gerir greni í urðVorið er komið ...

Image

Image

Dagur: 25. 08. 1961: Myndin sýnd á Akureyri

Ósvaldur Knudsen er löngu landsþekktur fyrir kvikmyndir sínar.

Í vor voru 5 nýjar myndir hans sýndar í Rvík. Nú er hann hér á ferð og mun sýna á Akureyri kl. 3 og 5 á sunnudag, væntanlega í Samkomuhúsinu ...
Tíminn: 15. 10. 1961: Myndin sýnd í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana

Vegna fjölmargra áskorana verður litkvikmynd Ósvald Knudsen Frá Íslandi og Grænlandi sýnd kl. 3 ...

Image

Image

Tíminn: 11. 05. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Ósvald Knudsen sýnir 5 litkvikmyndir.

Vorið er komið, Séra Friðrik FriðrikssonÞorbergur Þórðarson, Refurinn gerir sér greni í urð, Eystri-byggð á Grænlandi ...
Alþýðublaðið: 27. 01. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu, Kristján Eldjárn flytur inngangsorð

Þórbergur Þórðarson. Kvikmynd eftir Ósvald Knudsen.

Dr. Kristján Eldjárn mun flytja inngangsorð um myndagerð Ósvaldar, en dr. Kristján hefur samið og flutt skýringartexta með flestum mynda hans ...

Image

Image

Morgunblaðið: 29. 11. 1974: Aðeins um myndina fyrir sýningu í Sjónvarpi

Myndin byrjar á æskustöðvum Þórbergs austur á Hala í Suðursveit. Er síðan farið með Þórbergi víðar, t.d. heim til sr. Arna Þórarinssonar, þar sem Þórbergur segir eina af sögum hans, og einnig heimsækir Þórbergur Ósvald í sumarhús hans við Sogið.

Ósvaldur sagði fréttamanni, að Þórbergur hefði líklega haft gaman af þessari kvikmyndun og verið ákaflega liðlegur og góður við að eiga, ekki t.d. talið eftir sér að koma austur til móts við Ósvald sem þá var staddur austur i Öræfum.

Myndin tekur 22 mínútur og er í litum, sem ekki sést að sjálfsögði í okkar sjónvarpi. Sagði Ósvaldur að þar sem myndin er þetta gömul, þá hafi hann að sjálfsögðu ekki haft eins góð tæki og þau sem nú eru notuð.

Þarna er gott dæmi um það efni, sem Ósvaldur hefur með árunum fest á filmu og haldið til haga fyrir seinni tíma og verður því dýrmætara, sem lengra líður. Kvikmyndin um Þorberg er vissulega dýrmæt heimildarmynd ...
Tíminn: 29. 11. 1974: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Þórbergur Þórðarson. Kvikmynd eftir Ósvald Knudsen um meistara Þórberg og störf hans.

Þórbergur var um sjötugt þegar myndin var gerð. Áður á dagskrá í ársbyrjun 1968 ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 01. 12. 1974: Um myndina fyrir sýninguna í Sjónvarpinu

„Það eru nú komin átján ár síðan ég fyrst fór að taka þessa mynd“, sagði Ósvaldur Knudsen, er Þjóðviljinn ræddi stuttlega við hann um Þórberg og myndina.

„Þetta var mikið verk og tímafrekt, en meistarinn var mjög samvinnuþýður. Það var notalegt við hann að eiga.

Ég veit nú ekki vel hvernig honum líkaði myndin, en held þó að hann hafi verið frekar ánægður með hana. Hann var afar þægilegur og kom alltaf þegar ég bað hann að hjálpa mér...

Því miður þá er ég ekki nógu ánægður; þetta er víst voðalega illa gert ...
Morgunblaðið: 26. 03. 1980: Myndin sýnd á íslenskri kvikmyndaviku í Regnboganum

Myndirnar sem sýndar verða eru: Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Páll ísólfsson, Þórbergur Þórðarson og Reykjavík 1955 eftir Ósvald Knudsen ...

Image

Image

Tíminn: 02. 06. 1989: Myndin sýnd á þingi um Þórberg í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans

Jafnframt verður sýnd kvikmynd um Þórberg eftir Ósvald Knudsen ...