Alþýðublaðið: 10. 03. 1961: Ósvaldur frumsýnir fimm myndir fyrir blaðamenn, grænlandsmyndin Frá Eystribyggð á Grænlandi, mynd um Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, mynd um Þórberg Þórðarson rithöfund, mynd af refaveiðum Refurinn gerir greni í urð og Vorið er komið, sýningin fór fram í Gamla Bíó
Fjórða myndin er af refaveiðum og heitir Refurinn gerir greni í urð, snjöll mynd, þar sem þrír refir eru skotnir ...
Vísir: 10. 03. 1961: Myndirnar fimm frumsýndar
Þriðja Íslandsmyndin er af refum og refaveiðum. Hún sýnir yrðlinga við greni og aðverðir við að ná þeim.
Enn fremur eru refaskyttur sýndar á greni og hvernig aðferðir þeirra eru að veiða þessi slægvitru og tortryggu dýr …
Morgunblaðið: 14. 03. 1961: Vel látið af myndinni
Fjórða myndin sýnir refaveiðar á Reykjanesskaga, eru þar sýnd vinnubrögð grenjaskyttanna og sú nákvæmni og þolinmæði sem með þarf til þess að vinna á skolla sem er flestum dýrum tortryggnari og varari um sig …
Tíminn: 19. 03. 1961: Síðasta sýning myndarinnar í Gamla Bíó
Ósvaldur Knudsen sýnir kvikmyndir sínar í allra síðasta sinn í Gamla bíói kl 3 í dag.
Þær voru sýndar nokkrum sinnum í vikunni sem leið við ágæta og vaxandi aðsókn.
Myndir þessar eru hinar skemmtilegustu og um margt ólíkar því, sem sést hefur hér af þessu tagi. Er þar margt mjög vel gert.
Er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að leyfa börnum og unglingum að sjá þessar myndir ...
Þjóðviljinn: 24. 03. 1961: Myndin sýnd aftur í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana
Vegna fjölda áskorana verða litkvikmyndir Ósvalds Knudsen sýndar í kvöld kl. 7.
Frá Eystribyggð á Grænlandi — Sr. Friðrik Friðriksson — Þórbergur Þórðarson — Refurinn gerir greni í urð — Vorið er komið ...
Dagur: 25. 08. 1961: Myndin sýnd á Akureyri
Ósvaldur Knudsen er löngu landsþekktur fyrir kvikmyndir sínar.
Í vor voru 5 nýjar myndir hans sýndar í Rvík. Nú er hann hér á ferð og mun sýna á Akureyri kl. 3 og 5 á sunnudag, væntanlega í Samkomuhúsinu ...
Tíminn: 15. 10. 1961: Myndin sýnd í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana
Vegna fjölmargra áskorana verður litkvikmynd Ósvald Knudsen Frá Íslandi og Grænlandi sýnd kl. 3 ...
Tíminn: 11. 05. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó
Ósvald Knudsen sýnir 5 litkvikmyndir.
Vorið er komið, Séra Friðrik Friðriksson, Þorbergur Þórðarson, Refurinn gerir sér greni í urð, Eystri-byggð á Grænlandi ...
Tíminn: 02. 11. 1962: Myndin valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cork á Írlandi
Þegar boð hefði komið frá hátíðanefndinni í Cork um að senda tvær íslenzkar kvikmyndir á hátíðina, hefðu verið valdar myndirnar Slys eftir Reyni Oddsson og Refur gerir greni í urð, eftir Ósvald Knudsen ...
Tíminn: 07. 06. 1969: Myndin sýnd í Sjónvarpinu
Refurinn gerir greni í urð. Refaveiðar á Suðurnesjum. Myndin er tekin árið 1959. Þulur: Dr. Kristján Eldjárn ...