Reykjavík fyrr og nú (1958)
Tíminn: 28. 02. 1958: Mynd Ósvalds um Reykjavík fyrr og nú sýnd á kvöldvöku Ferðafélags Íslands 2. mars, Kristján Eldjárn talar með myndinni, myndin gerð úr myndum sem Ósvaldur hefur safnað í langan tíma

Ósvaldur Knudsen kvaðst hafa gert myndina á alllöngum tíma en nýlega lokið henni. Væri hún saman sett úr myndum, er hann hefði tekið síðustu 10—20 árin.

Kvikmyndin er í litum og hin bezta heimildarmynd um þróun Reykjavíkur úr hálfdönskum smábæ í íslenzka höfuðborg með reisn og glæsibrag.

Kristján Eldjárn Þjóðminjavörður flytur skýringar með myndinni

Image

Image

Morgunblaðið: 01. 03. 1958: Myndin sýnd blaðamönnum og mjög vel látið af henni, verður sýnd almenningi annað kvöld

Á fimmtudagskvöldið var fréttamönnum boðið að sjá nýja kvikmynd sem Ósvald Knudsen hefur tekið og nefnist Reykjavík fyrr og nú.

Mynd þessi verður sýnd á kvöldvöku Ferðafélags Íslands annað kvöld.

Kvikmynd þessi er bráðskemmtileg og vel tekin og hin fróðlegasta í alla staði. Hún hefst 1776 og nær allt fram til síðustu tíma.

Er þar hægt að fylgjast með þróun og vexti bæjarins, frá því hér bjuggu um 1000 íbúar og þar til nú.

Kristján Eldjárn hefur samið texta með myndinni og talar inn á hana. Mynd þessi er eins og aðrar myndir Knudsens, unnin af hinni mestu vandvirkni ...
Þjóðviljinn: 07. 03. 1958: Myndin sýnd í Trípólíbíó ásamt tveimur öðrum myndum Ósvalds

Reykjavíkurmyndin er um höfuðstaðinn, söguleg að mörgu leyti, en þó mest um lífið í Reykjavík á síðustu árum, fyrirtæki bæjarins og margvíslegar framkvæmdir.

Gömul hús og þekktir borgarar setja sinn svip á myndina og þá ekki sízt merkisviðburðir síðustu ára ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 07. 03. 1958: Um myndina fyrir sýninguna í Trípólíbíó

Reykjavíkurmyndin er um höfuðstaðinn, söguleg að mörgu leyti, en þó mest um lífið í Reykjavík á síðustu árum, fyrirtæki bæjarins og margvíslegar framkvæmdir.

Gömul hús og þekktir borgarar setja sinn svip á myndina og þá ekki sízt merkisviðburðir síðustu ára ...
Tíminn: 09. 04. 1969: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Reykjavík 1955.

Kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen tók ...

Image

Image

Tíminn: 17. 01. 1980: Myndin sýnd í fyrrum vinnustofu Ósvalds

Meiningin er að hafa þetta nokkuð opið, þannig að fólk geti að hluta valið þær myndir sem það langar til að sjá, sagði Vilhjálmur Knudsen kvikmyndaframleiðandi í viðtali við Tímann.

En nú eru að hefjast sýningar íslenskra heimildarkvikmynda í vinnustöð Ósvalds Knudsen að Hellusundi 6A ...
Morgunblaðið: 26. 03. 1980: Myndin sýnd á íslenskri kvikmyndaviku í Regnboganum

Myndirnar sem sýndar verða eru: Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Páll ísólfsson, Þórbergur Þórðarson og Reykjavík 1955 eftir Ósvald Knudsen ...

Image

Image

Tíminn: 23. 04. 1980: Myndin sýnd á fundi BFÖ (Bindindisfélags ökumanna)

Kvikmynd: Reykjavík árið 1955 eftir Ósvald Knudsen ...
DV: 09. 10. 1999: Myndin sýnd í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ósvalds

Þær fjórar kvikmyndir sem nú verða sýndar í tilefni af aldarafmælinu eru Heklugosið 1947-48.

Hornstrandir, en þá mynd tók Ósvaldur á Hornströndum og Jökulfjörðum á árunum 1949-54. Lögð er áhersla á að sýna staði sem nú eru í eyði og það sem sérkennilegast er í landslagi.

Sveitin milli sanda, mynd sem fjallar um Öræfin og tekin á árunum 1952-64.

Reykjavík árið 1955. Borg í hraðri uppbyggingu. Svipmyndir af bæjarfilmu ...

Image