Surtur fer sunnan (1965)
Tíminn: 17. 04. 1964: Ósvald við tökur í Surtsey

Ósvaldur Knudsen kvikmyndatökumaður, var einnig með í ferðinni, eins og mörgum öðrum, sem ég hef farið til Surtseyjar, og náði hann nú góðum kafla í heildarkvikmynd, sem hann er með í smíðum um Surtsey.

Starf Ósvalds við kvikmyndun eyjarinnar er mjög mikilvægt, því með kvikmynd hans er hægt að fylgjast með þróun og framvindu eyjar og goss, stig af stigi ...

Image

Image

Vísir: 17. 04. 1964: Mynd af Ósvaldi í Surtsey, um ferðina

Í gær gekk hópur manna á land í Surtsey, gekk um eyna þvera og endilanga og dvaldist þar talsvert fram eftir degi.

Í leiðangrinum voru fjórir jarðfræðingar, þeir dr. Sigurður Þórarinsson, Guðmundur Kjartansson, dr. Þorleifur Einarsson og Richard Doell frá Bandarfkjunum.

Í förinni voru ennfremur Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri og Ósvaldur Knudsen kvikmyndatökumaður ...
Vísir: 30. 04. 1964: Ósvaldur fer aftur til kvikmyndatöku út í eynna

Þegar Haraldur sótti þessa næturvistarmenn út í Surtsey, flutti hann þangað í leiðinni tvo Íslendinga, sem hyggjast dvelja þar í einn eða tvo daga til kvikmyndatöku.

Hér var á ferðinni Ósvaldur Knudsen sem frægur varð m.a. fyrir hinar frábæru myndir sínar af Öskjugosinu. Hefur hann haft auga með Surti síðan hann fór að bæra á sér og hyggst gera kvikmynd um mynd un eldfjallaeyjunnar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 19. 01. 1965: Ósvaldur enn við tökur í Surtsey

Þyrla frá Varnarliðinu flaug fyrst með 5 menn úr leiðangrinum til Surtseyjar frá Vestmannaeyjum.

Það voru þeir Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, sem stofnað hafði til fararinnar; Steingrímur Hermannsson, forstj. Rannsóknarráðs ríkisins; Ósvald Knudsen; Sveinn Björnsson og Sigurjón Einarsson.

Merktu þeir flugbraut norðan við lón það, er myndazt hefur þar sem fyrst gaus á eyjunni, norðaustanvert á henni ...
Tíminn: 25. 03. 1965: Myndin sýnd blaðamönnum áður en sýningar hefjast í Gamla Bíó á henni og tveimur öðrum, tónlistin elektrónísk

Í dag voru fréttamönnum sýndar þrjár kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið og unnið að í nokkur ár og hefur sýningar á n.k. föstudag í Gamla bíói.

Myndirnar heita Svipmyndir, Sveitin milli sanda og Surtur fer sunnan, sú síðastnefnda nýjust af nálinni, síðustu atriðin tekin fyrir nokkrum vikum og sýnir því myndin Surtsgosið eins og það er í dag, sagði dr. Sigurður Þórarinsson í nokkrum formálsorðum við fréttamenn á undan sýningunni í dag ...

Image

Image

Tíminn: 25. 03. 1965: Ítarleg umfjöllun um myndina, sögð magnþrungin

Surtseyjarmynd Ósvalds er satt að segja svo áhrifamikil, að sjáandinn situr agndofa, og mikill vafi hlýtur að leika á því, að jafngóð eða betri heimildarmynd um eldgos af sjávar botni og myndun lands með þeim hætti sé til í heiminum.

Ósvaldur mun hefja sýningar fyrir almenning á mynd sinni í Reykjavík í þessari víbu, og varla þarf að efa, að aðsókn verður mikil, enda er óhætt að fullyrða, að aldrei hefur stórbrotnari mynd verið sýnd á tjaldi kvikmyndahúsanna hér ...
Morgunblaðið: 25. 03. 1965: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu

Kvikmynd Ósvalds Knudsens um Surtsey — Surtur fer sunnan — sýnir sögu gossins frá upp hafi og til þess, sem það var fyrir u.þ.b. fimm vikum, en þá voru síðustu myndirnar teknar.

Hefur Ósvaldur farið tugi ferða til Surtseyjar og a.m.k. tólf sinnum gengið þar á land. Svo sem dr. Sigurður Þórarinsson sagði, eru orð lítils megnug til að lýsa Surtsgosinu, er fráleitt að ætla að lýsa myndinni, hinum furðulegustu myndum sprengigossins, glóandi hraunelfinni eða samskiptum lands og sjávar.

Hin elektróníska tónlist Magnúsar eykur skemmtilega áhrif myndarinnar. Tónlistin er í raun í tveim allólíkum þáttum, annarsvegar gosið frá upphafi og fram til 4. apríl 1964, meðan það enn var sprengigos og hinsvegar eftir að hraungosið hófst.

Myndinni lýkur þar, sem lífið tekur sér bólfestu á þessu nýja landi ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 26. 03. 1965: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu

Surtur fer sunnan lýsir sögu gossins og myndun eyjarinnar frá upphafi. Þetta er stórbrotin mynd.

Hinum miklu hamförum náttúrunnar, kraumandi eldum, rennandi hraunelfunum, himinháum gosmökkum, sem taka á sig hinar ólíkustu myndir, og baráttu þessari mynd og til að draga fram þau áhrif, sem tónlistinni er ætlað að undirstrika ...
Morgunblaðið: 28. 03. 1965: Myndinni hrósað í hástert

Surtur fer sunnan er í senn liður í landkynningarstarfsemi okkar og jarðsöguleg heimild með listrænu ívafi.

Hún á áreiðanlega eftir að auka hróður Surts víða um heim, auk þess sem hún minnir á Ísland — þetta fjarlæga en sérstæða land, sem tiltölulega fáir þekkja, en heimurinn hefur áhuga á í æ ríkara mæli ...

Image

Image

Morgunblaðið: 27. 05. 1965: Myndin sýnd á Surtseyjarráðstefnu Surtseyjarfélagsins

Surtseyjarfélagið gengst fyrir ráðstefnunni, sem fyrr er sagt, en stjórn þess er Surtseyjarnefndin, sem lengi hefur starfað.

Í dag verða fundir fram að kvöldmat, en í kvöld sýnir Ósvaldur Knudsen vísindamönnunum Surtseyjarkvikmynd sína ...
Menntamál: 01. 08. 1965: Ósvaldur lánar myndina til sýningar á norrænu skólamóti kennara í Reykjavík

Þess er vert að geta, að Ósvaldur Knudsen kvikmyndatökumaður bauðst til að lána endurgjaldslaust til sýningar í Hagaskólanum myndir sínar Surtur fer sunnan og Sveit milli sanda, og sáu flestir hinna erlendu gesta þessar ágætu heimildarkvikmyndir ...

Image

Image

Morgunblaðið: 10. 06. 1965: Myndin seld á ameríkumarkað og verður framleidd í 25 eintökum, fer einnig á kvikmyndahátíð í Moskvu

Surtseyjarkvikmynd Ósvaldar Knudsen hefur verið seld bandaríska félaginu North Shore News Co. Inc. og hefur félagið keypt réttinn til afnota og dreifingar á myndinni í Bandaríkjunum, Canada, Mexico og Puerto Rico.

Einnig hefur myndin nú verið send nokkuð stytt til Moskvu á fræðslukvikmyndahátíðina fyrir meðmæli Alexandrovs kvikmyndastjóra, sem hér var á ferð fyrir skömmu ...
Alþýðublaðið: 15. 06. 1965: Útgáfa myndarinnar sem seld var til Ameríku er ekki alveg sú sama og sýnd var á Íslandi, mikið efni til sem verður endurklippt saman og ólíkar útgáfur myndarinnar gerðar fyrir mismunandi skólastig og stofnanir

Surtseyjarmyndin sem ég er að selja til Bandaríkjanna er ekki að öllu leyti sú sama og hér var sýnd.

Unnið verður úr því efni sem ég hef safnað og verða gerðar úr því fleiri en ein mynd.

Verða þetta fræðslumyndir aðallega ætlaðar til kennslu og verða gerðar útgáfur bæði fyrir háskóla og fyrir barnaskóla.

Inn á þessar myndir verða síðan settar viðeigandi skýringar og kort ...

Image

Image

Tíminn: 08. 09. 1965: Myndin hlýtur mikið lof á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Edinborg, vitnað í viðtökur dagblaða

Eftir frumsýningu á Surtseyjarmynd Ósvalds Knudsens luku öll skozku dagblöðin miklu lofsorði á hana; töldu sum hana beztu heimildar- eða fræðslukvikmyndina, sem sýnd hefði verið á hátíðinni til þessa, og þær skipta tugum.

Fimm fræðslumyndir voru sýndar saman þetta kvöld, þar af tvær eftir Ósvald Knudsen, hin var Sveitin milli sanda (The Country Between the Sands) með texta eftir dr. Sigurð Þórarinsson, músík eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, en þulur í báðum myndunum er enski málfræðinguriun Alan Boucher ...
Alþýðublaðið: 17. 09. 1965: Myndin hlýtur flest atkvæði dómnefndar á fræðslumyndaviku Evrópuráðsins í Ediborg

Þegar atkvæði voru talin um 10 beztu myndirnar í lok ráðstefnunnar, kom í ljós, að Surtur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen hafði fengið flest atkvæði, 10 af 11 mögulegum.

Sveitin milli sanda fékk einnig atkvæði, þótt hún væri ekki meðal hinna 10 hæstu, enda er það þegjandi samkomulag á þessum mótum að mæla með myndum frá sem flestum löndum.

Það tíðkast ekki í álitsgerð ráðstefnunnar að greina frá atkvæðatölunni, sem hver mynd hlýtur að lokum, en þó er gerð undantekning með þá mynd, sem efst verður á listanum ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 06. 10. 1965: Myndin hlýtur fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Trento á Ítalíu

Ósvaldur Knudsen hefur fengið gullverðlaun fyrir kvikmynd sína Surtur fer sunnan á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Trento á Ítalíu.

Kvikmyndahátíð þessi er haldin árlega og bundin við kvikmyndir sem tengdar eru fjallaferðum og náttúrurannsóknum; í hitteðfyrra var Öskjumynd Ósvalds sýnd þar, og var hennar lofsamlega getið.

Í ár var Surtsmyndin send, og í fyrradag fékk Ósvaldur skeyti þar sem honum var tilkynnt að mynd hans hefði hlotið 1. verðlaun, en þau eru gullgripur og peningaverðlaun ...
Þjóðviljinn: 13. 11. 1965: Myndin sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Leipzig í A-Þýskalandi

Kvikmynd Ósvaldar hefur, eins og fram hefur komið í fréttum, víða verið sýnd erlendis á undanförnum mánuðum, m.a. í Moskvu, á Ítalíu, í Edinborg og víðar og hvarvetna hlotið mikla athygli og sumstaðar æðstu viðurkenningu, eins og t.d. á ítölsku kvikmyndahátíðinni þar sem Surtur fer sunnan hlaut gullverðlaun.

Það var fyrir áeggjan forstöðumanna kvikmyndahátíðarinnar í Leipzig sem Ósvaldur Knudsen sendi Surtseyjarmynd sína til samkeppninnar þar og sýninga, en hátíð þessi þykir árlega einhver mesti viðburður í heimi á sviði heimildakvikmynda og annarra styttri kvikmynda ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 26. 11. 1965: Myndin hlýtur sérstaka viðurkenningu dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Leipzig

Ellefu kvikmyndir til viðbótar hrepptu sérstaka viðurkenningu dómnefndarinnar og var mynd Ósvaldar Knudsen, Surtur fer sunnan, ein þeirra.

Þó að mynd hins íslenzka áhugamanns hafi ekki hlotið verðlaun i samkeppninni er hér tvímælalaust um að ræða einhverja mestu viðurkenningu sem myndin enn hefur hlotið, og hefur hún þó hvarvetna vakið athygli þar sem hún hefur verið sýnd og sumsstaðar hreppt verðlaun ...
Tíminn: 19. 01. 1967: Hlutar myndarinnar sýndir í sovéska sjónvarpinu

Þáttum úr Surtseyjarmynd Ósvalds Knudsen var sjónvarpað í fyrstu dagskrá sovézka sjónvarpsins í þættinum Kvikmyndaklúbbur ferðalanga kl. 6—7 e.h. á aðfangadag jóla, laugardaginn 24. desember s.l. ...

Image

Image

Súdentablaðið: 01. 02. 1968: Myndin sýnd á skemmtun Þjóðabandalagsins við Háskóla Íslands

Kvikmyndin Surtur fer sunnan, tekin af Ósvald Knudsen ...
Alþýðublaðið: 09. 11. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Surtur fer sunnan. 14. nóvember fyrir fimm árum hófst Surtseyjargosið.

Mynd þessi, sem Ósvaldur Knudsen hefur gert um gosið á tveimur fyrstu árum þess, hefur vakið mikla athygli víða um lönd.

Þulur: Sigurður Þórarinsson ...

Image

Image

Morgunblaðið: 26. 07. 1978: Myndin sýnd í Norræna húsinu

í Norræna húsinu í kvöld klukkan 22.00 verður sýnd kvikmyndin Surtsey, sem Ósvaldur Knudsen tók af eldgosinu í Surtsey árið 1963 ...
DV: 03. 01. 1987: Myndin til á myndbandi, lækkað verð

Video verðmúrinn brestur! Iceland Video, Eldur í Heimaey, Surtur fer sunnan og fleiri vinsælar videokassettur eftir Vilhjálm og Ósvald Knudsen fást í Ullarhúsinu, Hafnarstræti 7 ...

Image

Image

Morgunblaðið: 06. 06. 1990: Myndin sýnd á Listahátíð í Reykjavík

Ný og gömul verk auk þess kvikmyndin Surtur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen, tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson ...
Þjóðviljinn: 16. 06. 1990: Myndin sýnd á tónleikum verka Magnúsar Blöndals Jóhannssonar við tónlist Magnúsar

Eftir hlé var svo kvikmyndin Surtur fer sunnan sýnd við raftónlist Magnúsar. Þetta voru ánægjulegir og elskulegir tónleikar í alla staði ...

Image

Image

Morgunblaðið: 28. 10. 1994: Um áhrif tónlistar myndarinnar á raftónlist á Íslandi

Surtseyjargosið olli straumhvörfum í umfjöllun um raftónlist hér á landi eða öllu heldur kvikmyndin Surtur fer sunnan sem Ósvaldur Knudsen gerði um náttúruhamfarimar árið 1965.

Tónlistin í myndinni var óhefðbundin en hnitmiðuð með tilliti til aðstæðna. Höfundur hennar var Magnús Blöndal Jóhannsson.

„Ég samdi tónlistina með náttúruhamfarirnar í huga og skyndilega gat fólk tengt hana við eitthvað, bæði hljóðrænt og myndrænt.“

Myndin verður sýnd á hátíðinni um helgina ...
Morgunblaðið: 30. 10. 1994: Myndin sýnd á kvikmyndatónleikum á Tölvutónlistarhátíð á Sólon Íslandus

Surtur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen, tónlist Magnús Bl. Jóhannsson ...

Image

Image

Morgunblaðið: 18. 05. 2010: Myndin sýnd á raflistahátíð í Reykjavík

Í kjölfar tónleikanna verður heimildarmyndin Surtur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen frá árinu 1965 um Surtseyjargosið sýnd, en Magnús samdi tónlistina við myndina og byggði hana á hljóðum úr gosinu sjálfu ...