Sveitin milli sanda (1964)
Vísir: 10. 11. 1964: Myndin sýnd á kvöldvöku Ferðafélags Íslands, hefur verið lengi í vinnslu

Þegar Haraldur sótti þessa næturvistarmenn út í Surtsey, flutti hann þangað í leiðinni tvo Íslendinga, sem hyggjast dvelja þar í einn eða tvo daga til kvikmyndatöku.

Hér var á ferðinni Ósvaldur Knudsen sem frægur varð m.a. fyrir hinar frábæru myndir sínar af Öskjugosinu. Hefur hann haft auga með Surti síðan hann fór að bæra á sér og hyggst gera kvikmynd um mynd um eldfjallaeyjunnar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 19. 01. 1965: Myndin sýnd aftur á kvöldvöku hjá Ferðafélagi Íslands

Sveitin milli sanda er 20 mínútna kvikmynd úr Öræfasveitinni, gerð sem ferðalag um Öræifin, komandi að austan, um Breiðamerkursand.

Til efnissöfnunar fór Ósvaldur Knudsen í 5 sumar austur og hefur nú nýlega sett myndina saman og gengið frá henni í eina fallega kvikmynd.

Magnús Blöndal Jóhannsson samdi tónlistina við myndina, en Sigurður Þórarinsson textann, sem hann les:

„Ingólfshöfði, heitinn eftir fyrsta landnámsmanninum, er útvörður þeirrar sveitar, sem löngum hef ur verið talin hin einangraðasta á Íslandi. Framundan henni er háfnlaus og háskaleg sandströnd, vörðuð skipsflökum, að baki jökulkrýnt eldfjall, hið mesta á landinu, að austan og vestan jökulbreiður og svartir sandar. En innan sveitar eru friðsæl býli við fjallarætur og þar býr sviphreint fólk með falslaust viðmót“ ...
Tíminn: 25. 03. 1965: Myndin sýnd blaðamönnum áður en sýningar hefjast í Gamla Bíó á henni og tveimur öðrum, Ellý Vilhjálms flytur tónlistina sem er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson

Í dag voru fréttamönnum sýndar þrjár kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið og unnið að í nokkur ár og hefur sýningar á n.k. föstudag í Gamla bíói.

Myndirnar heita Svipmyndir, Sveitin milli sanda og Surtur fer sunnan, sú síðastnefnda nýjust af nálinni, síðustu atriðin tekin fyrir nokkrum vikum og sýnir þvímyndin Surtsgosið eins og það er í dag, sagði dr. Sigurður Þórarinsson í nokkrum formálsorðum við fréttamenn á undan sýningunni í dag ...

Image

Image

Morgunblaðið: 25. 03. 1965: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu

Sveitin milli sanda er gullfalleg kvikmynd frá einu stórbrotnasta héraði landsins, þar sem skiptast á jöklar, grösugar hlíðar og sendin ströndin, þar sem veðraðir skipsskrokkar segja sína sögu.

Ósvaldur bregður upp myndum af Lifnaðarháttum fólks í Öræfasveit, heimilis og heyskaparháttum, sem tíðkast orðið óvíða hér á landi og sýnir okkur, hvernig Öræfingar gera til kola. Að því er dr. Sigurður sagði, munu þeir kunna slíkt ennþá einir landsmanna.

Blaðamönnum varð tíðrætt um náttúrufegurð sveitarinnar og sagði dr. Sigurður, að Náttúruverndarráð ynni að því að fá jörðina Skaftafell í Öræfum friðaða sem þjóðgarð.

Tónlist við mynd þessa samdi Magnús Bl. Jóhannsson, sem fyrr segir, að öðru leyti en því, að á einum stað er leikið lagið Allt eins og blómstrið eina. Söngkona í myndinni Elly Vilhjálms ...
Þjóðviljinn: 26. 03. 1965: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu

í stuttu spjalli, er dr Sigurður Þórarinsson flutti um myndirnar þrjár áður en sýning hófst, sagði hann að Ósvaldur Knudsen hefði unnið íslenzku þjóðinni ómetanlegt gagn með töku heimildarkvikmyhda sinna.

Hann hefði kvikmyndað ýmsar þjóðlegar minjar, búskaparhætti, siðvenjur og byggðir, sem væru horfnar eða væru sem óðast að hverfa úr þjóðlífinu, og nefndi hann sem dœmi myndina frá Hornströndum og Sveit milli sanda ...

Image

Image

Menntamál: 01. 08. 1965: Ósvaldur lánar myndina til sýningar á norrænu skólamóti kennara í Reykjavík

Þess er vert að geta, að Ósvaldur Knudsen kvikmyndatökumaður bauðst til að lána endurgjaldslaust til sýningar í Hagaskólanum myndir sínar Surtur fer sunnan og Sveit milli sanda, og sáu flestir hinna erlendu gesta þessar ágætu heimildarkvikmyndir ...
Alþýðublaðið: 17. 09. 1965: Myndin sýnd á fræðslumyndaviku Evrópuráðsins í Ediborg

Fræðslumyndasafn ríkisins er aðili að kvikmyndadeild Evrópuráðsins, og sendi það 2 myndir á kvikmyndavikuna.

Voru það nýjustu myndir Ósvalds Knudsen, Surtur fer sunnan og Sveitin milli sanda, sem báðar höfðu hlotið góða dóma á Edinborgarhátíðinni i vikunni á undan ...

Image

Image

Morgunblaðið: 01. 08. 1984: Myndin sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu

Tvær kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen verða sýndar í opnu húsi í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.

Það eru myndirnar Eldur í Heimaey, um eldgosið í Heimaey 1973, og Sveitin milli sanda, mynd um Öræfasveit.

Sýningartími hvorrar myndar um sig er um hálf klukkustund ...
Þjóðviljinn: 17. 08. 1989: Myndin sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu

Síðan verður sýnd kvikmyndin Sveitin milli sanda eftir Ósvald Knudsen ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 10. 07. 1991: Myndin sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu

Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmyndin Sveitin milli sanda eftir Ósvald Knudsen.

Myndin er með norsku tali ...
DV: 09. 10. 1999: Myndin sýnd í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ósvalds

Sveitin milli sanda, mynd sem fjallar um Öræfin og tekin á árunum 1952-64 ...

Image