Svipmyndir (1965)
Tíminn: 25. 03. 1965: Myndin sýnd blaðamönnum áður en sýningar hefjast í Gamla Bíó á henni og tveimur öðrum

Í dag voru fréttamönnum sýndar þrjár kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið og unnið að í nokkur ár og hefur sýningar á n.k. föstudag í Gamla bíói.

Myndirnar heita Svipmyndir, Sveitin milli sanda og Surtur fer sunnan ...

Image

Image

Morgunblaðið: 25. 03. 1965: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu, myndin byggir á svipmyndum af landsþekktu fólki

í Svipmyndum er meðal annars brugðið upp skemmtilegum myndum af mörgum helztu listamönnum þjóðarinnar af eldri kynslóðinni.

Sjást sumir þeirra að starfi, málarar með léreft og litaspjald gera frumdrög að myndum úr íslenzkri náttúru og myndhöggvarar móta leir í vinnu stofum sínum.

Af látnum merkismönnum mætti nefna séra Friðrik Friðriksson, Árna Thorsteinsson, tónskáld; Matthías Þórðarson, þjóðminjavörð; Valtý Stefánsson, ritstjóra og konu hans, Kristínu Jónsdóttur, listmálara.

Ennfremur málarana Jón Stefánsson og Ásgrím Jónsson og myndhöggvarana Einar Jónsson og Guðmund Einarsson frá Miðdal ...
Þjóðviljinn: 26. 03. 1965: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu

Í fyrradag voru fréttamönnum sýndar þrjár litkvikmyndir eftir, Ósvald Knudsen, sem Gamla bíó tekur til sýningar í kvöld.

Eru myndirnar Surtur fer sunnan, er lýsir gosinu í Surti frá upphafi og fram til þessa dags. Sveitin milli sanda, lýsing á búskaparháttum og náttúru öraefasveitar og Svipmyndir, þar sem brugðið er upp myndum af nokkrum þjóðkunnum mönnum okkar tíma ...

Image

Image

Morgunblaðið: 11. 09. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Svipmyndir af ýmsum kunnum Íslendingum. Myndirnar eru teknar á árunum 1950 — 1963. Þulur með báðum myndunum er dr. Kristján Eldjárn ...