Tjöld í skógi (1950)
Tíminn: 22. 02. 1950: Myndin sýnd á fundi Ferðafélags Íslands 24. febrúar, byggð á bók eftir Aðalstein Sigmundsson

Ósvaldur Knudsen frumsýnir litkvikmynd Tjöld í skógi.

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Aðalstein heit. Sæmundsson kennara og er tekin í hinu fagra umhverfi Þrastaskógar og Álftavatns ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 24. 02. 1950: Myndin frumsýnd, segir frá sumardvöl tveggja drengja í skóginum

Myndin segir frá sumardvöl tveggja drengja úti í skógi — Þrastaskógi.

Þeir búa í tjaldi, stunda veiðar í vatninu, læra að þekkja jurtalífið í umhverfinu og hlú að því og kynna sér dýralífið. — Þannig líður sumarið. Að því loknu halda þeir nábúum sínum skilnaðarveizlu við varðeldinn sinn. — Sumarið er liðið.

Mynd þessi á erindi til allra, en þó fyrst og fremst unglinga. — Ef að vanda lætur þurfa þeir sem ætla sér að komast á Ferðafélagsfundinn í kvöld að bregða fljótt við til að ná sér í miða ...
Morgunblaðið: 24. 02. 1950: Um söguþráð myndarinnar

Myndin er tekin í umhverfl Álftavatnsins og er mjög athyglisverð.

Er hún af tveimur drengjum, sem hafa ákveðið að tjalda í skóginum og lagfæra þann gróður, sem þar hefir verið vanræktur og beittur.

Það er margt, sem á daga drengjanna drífur. Þeir ljúka veru sinni í skóginum með því að bjóða öðrum ungmennum, sem þar hafa tjaldað til varðelds, sem þeir efna til.

Það er ekkert vafamál, að fjölmennt verður á Ferðafjelagsfundinum í kvöld ...

Image

Image

Tíminn: 25. 02. 1950: Myndin hin skemmtilegasta og lærdómsríkasta

Ferðafélag Íslands hélt í gærkvöldi skemmtifund, og var þar sýnd í fyrsta skipti kvikmynd sem Ósvaldur Knudsen hefir gert eftir sögu Aðalsteins Sigmundssonar, Tjöld í skógi.

Gerist sagan við Álftavatn og í Þrastaskógi, þar sem tveir drengir búa í tjaldi og hyggja að undrum náttúrunnar umhverfis sig.

Er myndin, eins og saga Aðalsteins heitins, hin lærdómsríkasta og skemmtilegasta ...
Tíminn: 20. 10. 1950: Myndin sýnd blaðamönnum, vantar mikið upp á gæðin bæði tæknilega og efnislega

Í þessari mynd er margt fallegra kafla en í heild er myndin gölluð, bæði frá tæknilegu og listrænu sjónarmiði.

Margar „senurnar“ eru alltof langdregnar og miklar endurtekningar á svipuðum köflum, eins og til dæmis göngu drengja með ströndinni, en það atriði er alltof langdregið í myndinni og of tilbreytingarlítið.

Það fallegasta í þessari mynd, og það sem bezt er, eru nærmyndir úr náttúrunni, af gróðri og fuglalífi.

Þetta gæti orðið góð mynd handa börnum, ef hún væri stytt um þriðjung og nokkrum nærmyndum bætt inn í hana til að auka fjölbreytni ...

Image

Image

Vísir: 20. 10. 1950: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Tjöld í skógi er byggð á samnefndri sögu eftir Aðalstein Sigmundsson.

Er myndin tekin í Þrastaskógi og grennd og leika í henni þrír drengir — Björn Stefánsson, Guðjón Ingi Sigurðsson og Sigmundur Freysteinsson.

Fjallar myndin um skógarvörzlu drengjanna og kynni þeirra af náttúru og útivist. Munu börn og unglingar hafa gaman af henni ...
Þjóðviljinn: 22. 10. 1950: Myndin enn sýnd í Tjarnarbíó ásamt mynd Ósvaldar um hrognkelsaveiðar

Tjöld í skógi byggð á samnefndri sögu eftir Aðalstein Sigmundsson.

Aðalhlutverk leika Björn Stefánsson og  Guðjón Ingi Sigurðsson ...

Image

Image

Morgunblaðið: 18. 12. 1955: Myndin sýnd á árshátíð bindindisfélags Skógaskóla

Sýnd var hin fagra kvikmynd Tjöld í skógi ...
Morgunblaðið: 12. 02. 1956: Myndin sýnd á barnastúkufundi

Sýnd verður kvikmyndin Tjöld í skógi o.fl ...

Image

Image

Bókasafnið: 01. 03. 1991: Myndin komin út á myndbandi

Myndir Ósvaldar Knudsens:

 • 409 Eldur í Heimaey
 • 410 Surtur fer sunnan
 • 411 Með sviga lævi og jörð úr ægi
 • 412 Eldur í Heklu 1947/8, Heklugosið 1970, Eldur í Öskju 1961
 • 413 Sveitin milli sanda, Fjallaslóðir
 • 414 Heyrið vella á heiðum hveri, Hornstrandir
 • 413 Barnið er horfið, Tjöld í skógi, Laxaþættir
 • 416 Þjórsárdalur, sogið, Fráfærur
 • 417 Sr. Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Ullarbandið og jurtalitun.
 • 418 Reykjavík 1955, Hrognkelsaveiðar í Skerjafirði
 • 419 Vorið er komið, Refurinn, Skáholt
 • 420 Þórbergur Þórðarson, frá Eystribyggð á Grænlandi, Smávinir fagrir.
 • 421 Halldór Kiljan Laxness, Afmæli bókar
 • 422 Svipmyndir, Ríkharður Jónsson, Páll ísólfsson
 • 423 Rjúpan, Þórsmörk, Ströndin
 • 424 Þjóðhátíð á Þingvöllum 1974 ...