Vorið er komið (1961)
Morgunblaðið: 25. 11. 1959: Ósvaldur sýnir myndina Vorið er komið á kvöldvöku Ferðafélags Íslands, mynd um vorkomuna á Íslandi, Kristján Eldjárn talar yfir, farið yfir frumsýningar Ósvalds hjá Ferðafélaginu

Þá nýjustu, Vorið er komið, hefur Ósvaldur gert á undanförn um árum. Hann hefur ferðazt víða um og safnað efni og gengið svo frá henni í haust.

Er þetta undurfalleg litmynd af vorinu í íslenzkum sveitum og ungviðinu sem þá er hvarvetna að stíga sín fyrstu spor í veröldinni.

Er einkum sýnt mikið úrval af fuglum, og sennilega hafa aldrei sézt svo margar íslenzkar fuglategundir í einni kvikmynd áður.

Þarf óendanlega þolinmæði til að ná slíkum myndum, og segir Ósvaldur að sér hafi gengið einna verst með spóann, sem var svo var um sig og var þotinn um leið og heyrðist í vélinni ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 10. 03. 1961: Ósvaldur frumsýnir fimm myndir fyrir blaðamenn, grænlandsmyndin Frá Eystribyggð á Grænlandi, mynd um Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, mynd um Þórberg Þórðarson rithöfund, mynd af refaveiðum Refurinn gerir gren í urð og Vorið er komið, sýningin fór fram í Gamla Bíó

En lengsta myndin og sú sem sýningin hefst á nefnist Vorið er komið.

Hefur verið unnið að þeirri mynd árum saman, einkum dýralífsmyndinni.

Lýst er vorkomu á Íslandi og brugðið upp myndum af vinnuaðferðum, sem nú eru horfnar ...
Vísir: 10. 03. 1961: Myndirnar fimm frumsýndar

Veigamesta myndin heitir Vorið er komið, sannkallað meistaraverk á sviði kvikmyndunar og vafalaust bezta kvikmynd, sem Íslendingur hefur tekið og sýnt til þessa.

Sú mynd lætur engan ósnortinn, sem á hana horfir, enda fer þar saman bæði tæknileg kunnátta, listræni og hugkvæmni.

Í henni er og lýst ýmsum þjóðlífs- og atvinnuháttum í sveitum, sem aðeins eldra fólk þekkir, og fyrir þær sakir er myndin stórfróðleg auk annarra kosta hennar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 14. 03. 1961: Vel látið af myndinni

Fyrstu myndina nefni Ósvald Vorið er komið. Er þar brugðið upp myndum af íslenzkri náttúru að vorlagi, dýra lífi og störfum sveitafólksins á þessum skemmtilega annatíma ársins.

Við sjáum ærnar bera í haganum, fuglana byggja hreiður sín og liggja á eggjunum og unga út.

Er heillandi að sjá þar hvarvetna hina undursamlegu eðlishvöt allra lífvera til þess að berjast fyrir tilveru sinni og því, að halda við stofninum.

Við sjáum þarna einnig falleg börn og starfandi fólk í fögru landslagi, og það, sem gefur þessari mynd verulegt menningarsögulegt gildi eru hin gömlu vinnubrögð bænda, með amboðum, sem nú sjást varla til sveita, fráfærur og fleira ...
Tíminn: 19. 03. 1961: Síðasta sýning myndarinnar í Gamla Bíó

Ósvaldur Knudsen sýnir kvikmyndir sínar í allra síðasta sinn í Gamla bíói kl 3 í dag.

Þær voru sýndar nokkrum sinnum í vikunni sem leið við ágæta og vaxandi aðsókn.

Myndir þessar eru hinar skemmtilegustu og um margt ólíkar því, sem sést hefur hér af þessu tagi. Er þar margt mjög vel gert.

Er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að leyfa börnum og unglingum að sjá þessar myndir ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 24. 03. 1961: Myndin sýnd aftur í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana

Vegna fjölda áskorana verða litkvikmyndir Ósvalds Knudsen sýndar í kvöld kl. 7.

Frá Eystribyggð á Grænlandi Sr. Friðrik FriðrikssonÞórbergur ÞórðarsonRefurinn gerir greni í urðVorið er komið ...
Dagur: 25. 08. 1961: Myndin sýnd á Akureyri

Ósvaldur Knudsen er löngu landsþekktur fyrir kvikmyndir sínar.

Í vor voru 5 nýjar myndir hans sýndar í Rvík. Nú er hann hér á ferð og mun sýna á Akureyri kl. 3 og 5 á sunnudag, væntanlega í Samkomuhúsinu ...

Image

Image

Tíminn: 15. 10. 1961: Myndin sýnd í Gamla Bíó, vegna fjölda áskorana

Vegna fjölmargra áskorana verður litkvikmynd Ósvald Knudsen Frá Íslandi og Grænlandi sýnd kl. 3 ...
Tíminn: 11. 05. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Ósvald Knudsen sýnir 5 litkvikmyndir.

Vorið er komið, Séra Friðrik FriðrikssonÞorbergur Þórðarson, Refurinn gerir sér greni í urð, Eystri-byggð á Grænlandi ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 10. 08. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Vorið er komið. Mynd um vorkomuna á Íslandi og áhrif hennar á náttúruna, lifandi og dauða.

Ósvaldur Knudsen gerði þessa mynd, en þulur er dr. Kristján Eldjárn ...
Tíminn: 17. 01. 1980: Myndin sýnd í fyrrum vinnustofu Ósvalds

Kvikmyndin Vorið er komið fjallar um vorstörf í sveit í upphafi aldarinnar, og er höfundur texta og þulur dr. Kristján Eldjárn ...

Image